Heimild: Sarpsborg 08
Sveinn Aron Guðjohnsen og norska liðið Sarpsborg hafa komist að samkomulagi um að hann rifti samningi sínum við félagið.
Þessi 27 ára gamli framherji gekk til liðs við félagið frá Hansa Rostock í Þýskalandi í ágúst 2024. Hann skoraði tíu mörk og lagði upp þrjú í 33 leikjum fyrir liðið. Hann skoraði þrjú mörk í tveimur byrjunarliðsleikjum á liðnu tímabili en hann kom inn á sem varamaður í 17 leikjum.
Þessi 27 ára gamli framherji gekk til liðs við félagið frá Hansa Rostock í Þýskalandi í ágúst 2024. Hann skoraði tíu mörk og lagði upp þrjú í 33 leikjum fyrir liðið. Hann skoraði þrjú mörk í tveimur byrjunarliðsleikjum á liðnu tímabili en hann kom inn á sem varamaður í 17 leikjum.
„Við viljum þakka Sveini Guðjohnsen fyrir tímann hjá Sarpsborg 08. Eftir góðar umræður höfum við komist að samkomulagi um að það besta fyrir báða aðila sé að fara í sitthvora áttina," segir íþróttastjórinn Hampus Andersson.
Eiður Smári Guðjohnsen, pabbi Sveins, talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum að sonurinn þyrfti að yfirgefa félagið.
„Ég á nú einn sem þarf að færa sig líka, Sveinn Aron þarf að koma sér í burtu frá Sarpsborg," sagði Eiður Smári í þættinum.
„Ágætis tímabil hjá félaginu, töpuðu samt úrslitaleik bikarsins á móti Lilleström, sigldu lygnan sjó í deildinni. Það er magnað hvað hann hefur fengið lítið af spiltíma."
Athugasemdir


