Sean Dyche, stjóri Nottingham Forest, vill að enska úrvalsdeildin banni notkun handklæða við hliðarlínuna eftir að hann kvartaði yfir þeim tíma sem fer í innköst í 2-0 sigri Forest gegn Brentford í gær.
Dyche lét vel í sér heyra á blaðamannafundi eftir sigur gærdagsins: „Þeir eru með handklæði við hliðarlínuna. Ég skil það ekki. Ég hef ekkert á móti Brentford. Þetta snýst um reglurnar. Hvernig getur heimalið ráðið því hvort handklæði séu við hliðarlínuna eða ekki?“
Dyche lét vel í sér heyra á blaðamannafundi eftir sigur gærdagsins: „Þeir eru með handklæði við hliðarlínuna. Ég skil það ekki. Ég hef ekkert á móti Brentford. Þetta snýst um reglurnar. Hvernig getur heimalið ráðið því hvort handklæði séu við hliðarlínuna eða ekki?“
Samkvæmt reglum deildarinnar má aðeins nota handklæði ef þau eru aðgengileg báðum liðum á öllum tímum.
Handklæði bönnuð í neðri deildum
Í Championship deildinni sem og League One og League Two á Englandi var notkun handklæða bönnuð frá og með tímabilinu 2023 24. Dyche telur að sama regla eigi að gilda í ensku úrvalsdeildinni.
„Af hverju ekki einfaldlega að banna handklæði og halda leiknum gangandi? Þetta bætir bara við enn einu atriðinu sem þarf að ræða og hafa áhyggjur af. Segjum bara nei við handklæðum. Þetta er ekki flókið.“
Andrews skýtur til baka
Ummæli Dyche féllu þó ekki vel í kramið hjá Keith Andrews, stjóra Brentford, sem svaraði með því að saka Forest um leiktöf.
„Hver markspyrna og hver aukaspyrna tók heila eilífð. Þetta er ekki ástæðan fyrir tapinu, en þetta hefur áhrif á flæði leiksins og möguleika á að halda uppi sóknum. Hvernig aðeins þrjár mínútur í uppbótartíma voru ákveðnar skil ég ekki,“ sagði Andrews.
Athugasemdir



