Bjarki Steinn Bjarkason meiddist í leik með Venezia gegn Modena fyrir jól. Þess vegna hefur hann verið utan hóps í síðustu fjórum leikjum.
Hann meiddist nokkuð illa í nára og var gert ráð fyrir um þriggja mánaða fjarveru. Bjarki segir að hann stefni á endurkomu um miðjan mars.
Hann meiddist nokkuð illa í nára og var gert ráð fyrir um þriggja mánaða fjarveru. Bjarki segir að hann stefni á endurkomu um miðjan mars.
Venezia er á mjög góðu skriði í ítölsku B-deildinni, liðið tapaði síðast 2. nóvember og hefur einungis gert eitt jafntefli síðan. Liðið féll úr A-deildinni síðasta vor. Venezia fór ekki frábærlega af stað í deildinni en er komið upp í 2. sæti deildarinnar.
Bjarki Steinn er 25 ára og hefur verið hjá Venezia frá haustinu 2020 þegar hann var keyptur frá ÍA. Hann hefur bæði spilað sem hægri og vinstri vængbakvörður á þessu tímabili og skorað eitt mark og lagt upp eitt í 14 deildarleikjum.
Landsliðsmaðurinn er samningsbundinn Venezia fram á sumarið 2027.
Athugasemdir


