Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. júlí 2022 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan verður áfram hjá Milan - Tekur á sig launalækkun
Zlatan verður áfram hjá Milan
Zlatan verður áfram hjá Milan
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic mun á næstu dögum framlengja samning sinn við ítalska félagið Milan. Fabrizio Romano greinir frá á Twitter.

Zlatan, sem verður 41 árs í október, skoraði 8 mörk í 23 leikjum í Seríu A á síðustu leiktíð er Milan varð meistari í fyrsta sinn í ellefu ár.

Hann var mikið frá vegna meiðsla og hefur hann greint frá því að hann var sárþjáður þegar hann spilaði og birti myndbönd af því þegar læknar voru að fjarlægja vökva úr hné.

Zlatan gekkst undir aðgerð eftir tímabilið og verður hann frá í sex til sjö mánuði en framtíð hans hjá Milan var í óvissu eftir að samningur hans við félagið rann út um mánaðamótin.

Romano greinir nú frá því að Zlatan er nálægt því að gera nýjan samning við Milan en sá samningur gildir út næsta tímabil.

Zlatan mun taka á sig launalækkun til að vera áfram hjá Milan en tíðindin verða opinberuð á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner