Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
   mán 05. ágúst 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var mjög ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann FH 3-2 á Kaplakrika.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Svakalegur sigur, svakalegur leikur. Ef það er eitthvað lið sem þú vilt ekki mæta í sterkri Evrópu törn á milli leikja, þá er það FH á útivelli. Af því að þeir eru bara virkilega öflugir hérna. Við fundum kraftin til að klára leikinn, þetta var góð byrjun, svo riðlaðist varnarleikurinn okkar all verulega þegar Gunnar fer útaf. Þá þurftum við smá tíma til að stilla okkur af. Síðasta korter til tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik voru góða en svo seinni hálfleikurinn að mestu leiti bara virkilega öflugur. Svo kemur bara eins og í mörgum leikjum eitthvað 'chaos' í lokin, og við mögulega bara heppnir að FH skuli ekki hafa jafnað.

Víkingar eru hundeltir af liðunum fyrir neðan sig í deildinni en ef þeir hefðu misst þennan leik frá sér í tap, þá hefði Breiðablik verið 6 stigum á eftir þeim með 2 leiki til góða.

„Svo hefði FH bara verið komið að fullu inn í toppbaráttuna líka, 5 stigum á eftir okkur og allt þar fram eftir götum. Það er bara gríðarlega mikilvægt, og líka bara að klára þennan útivöll. Þetta er svona einn af þessum leikjum sem maður merkir við, og kvíðir fyrir út af styrk FH hér á heimavelli. Þeir eru með virkilega gott lið, kraftmikið lið. Þetta er örugglega mest 'physical' liðið á móti okkur, sem að ég fíla mjög vel. En við höfðum þetta í dag og ég skynja bara að það er eitthvað merkilegt að gerast. Ég vona bara að strákarnir skynji það líka að vera að berjast á öllum vígsstöðum, og vera svona upp við vegg líka. Af því það vantar menn hingað, þangað, út og suður. En ef menn finna gulrótina við það að gera sér vonir um eitthvað sem kannski gerist bara einu sinni á lífstíðinni. Á að gera svona gott mót í Íslandsmóti, bikar og í Evrópukeppninni."

Það eru þó nokkur meiðsli í Víkings hópnum en Gunnar Vatnhamar fór af velli í dag þegar 5 mínútur voru búnar af leik og óttast er að hann sé tognaður. Pablo Punyed, Matthías Vilhjálmsson og Halldór Smári eru allir meiddir og það er líkast til lengst í þá. Arnar á von á Erlingi Agnarssyni til baka næstu helgi og Nikolaj Hansen fyrir seinni leikinn í komandi Evrópu baráttu.

Arnar gerir tvöfalda breytingu á 64. mínútu leiksins en þá setur hann Valdimar Þór Ingimndarsson og Svein Gísla Þorkelsson inn á. Þeir myndu sameinast um að skora næstu tvö mörk og tryggja Víking sigurinn.

„Þetta er ágætis kennsla fyrir leikmenn, eins og með Svein Gísla. Við erum búnir að vera seinir að gefa honum mínútur, en hann er búinn að vera jákvæður á æfingum og hann er hjá góðum klúbbi, og hann er að læra. Svo koma þessir strákar inn í liðið, svo á hann tvær fyrirgjafir og við skorum í bæði skiptin. Þetta er fegurðin í fótbolta. Það má ekki gefast upp, það má ekki hengja haus, og þú verður að halda fókus. Af því að þú bara veist aldrei hvenær tækifærið kemur, það eina sem ég veit í lífinu og í fótbolta, er að tækifærið mun koma einhvertíman. Þú verður bara að sjá til þess að þegar tækifærið kemur þá ert þú tilbúinn, og Sveinn Gísli var það svo sannarlega í dag."

Sveinn Gísli hefur verið í umræðunni um að hann fari á lán til annar félags. Arnar vill þó helst ekki missa hann.

„Hann fer ekki fet, þú getur gleymt því. Sveinn Gísli þú ert ekki að fara fet." Segir Arnar og grípur í myndavélina í gríni „Það er bara ekki hægt að sleppa honum núna, bara því miður. Okkur langaði aldrei að hann myndi fara. Við erum náttúrulega að leitast eftir því að þessir strákar taki framförum. Mögulega fyrir korteri síðan voru hans framfarir kannski betur fólgnar í því að vera lánaður og spila hjá góðu liði. En núna hvernig staðan er hjá okkur og hvernig hann er að standa sig, þá er kannski hans framfarir betur fólgnar í að halda áfram hjá okkur. Hann verður meira en til í það, andskotinn hafi það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilararnum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner