
„Aron kom bara inn til að heilsa," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.
Aron Einar Gunnarsson var gestur á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli fyrr í þessari viku. Þar sást hann ræða við Hareide.
Aron Einar Gunnarsson var gestur á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli fyrr í þessari viku. Þar sást hann ræða við Hareide.
Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn í hópinn fyrir næstu leiki en Hareide talaði um það á fréttamannafundi að Aron yrði ekki valinn meðan hann væri að spila fyrir Þór í Lengjudeildinni.
„Ég hef talað við hann símleiðis um stöðuna á honum. Ég hef áhuga á því. Hann er með áru í kringum sig og er virkilega hrifinn af landsliðinu," sagði Hareide.
„Hann er að stefna á það að koma aftur. Við verðum að skoða hann. Við töluðum bara um eðlilega hluti en hann hefur mikinn áhuga á því sem við erum að gera."
Athugasemdir