Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   fim 05. september 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tveir Tyrkir sem mæta Íslandi tilnefndir til verðlauna á Ballon d'Or hátíðinni
Icelandair
Ungstirnið Arda Guler.
Ungstirnið Arda Guler.
Mynd: Getty Images
Hakan Calhanoglu.
Hakan Calhanoglu.
Mynd: EPA
Eins og alþjóð veit þá er Ísland að hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli. Á laugardag flýgur íslenski hópurinn svo til Tyrklands og mætir heimamönnum á mánudagskvöld.

Ítalinn Vincenzo Montella, sem raðaði inn mörkum í Serie A á árum áður, er þjálfari Tyrklands og stýrði liðinu í 8-liða úrslit á EM í sumar. Þar tapaði liðið gegn Hollandi 2-1.

Tyrkir munu mæta Wales á morgun en í leikmannahópi liðsins má finna tvo leikmenn sem tilnefndur eru til verðlauna á Ballon d’Or hátíðinni.

Hakan Calhanoglu er tilnefndur til sjálfs gullboltans sem besti leikmaður heims. Hann er fyrirliði tyrkneska liðsins og spilar fyrir Inter á Ítalíu. Calhanoglu skoraði eitt mark fyrir Tyrki á EM.

Arda Guler er þá tilnefndur sem besti ungi leikmaður heims en sá sem hlýtur þann titill fær Kopa bikarinn. Hann spilar fyrir Real Madrid og er kallaður hinn 'Tyrkneski Messi'. Hann er nítján ára átti mark og stoðsendingu á EM í sumar.

Tyrkneski hópurinn:

Markverðir: Mert Gunok (Besiktas), Ugurcan Cakir (Trabzonspor), Altay Bayindir (Man Utd).

Varnarmenn: Kaan Ayhan (Galatasaray), Caglar Söyuncu (Fenerbahce), Zeki Celik (Roma), Merih Demiral (Al-Ahli), Mert Muldur (Fenerbahce), Abdulkerim Bardakci (Galatasaray), Eren Emali (Trabzonspor), Samet Akaydin (Fenerbahce), Emirhan Topcu (Besiktas), Yusuf Özdemir (Alanyaspor).

Miðjumenn: Hakan Calhanoglu (Inter), Okay Yokuslu (Trabzonspor), Orkun Köcku (Benfica), Salih Özcan (Wolfsborg), Ismail Yuksek (Fenerbahce), Can Uzun (Frankfurt), Eren Dinkci (Freiburg).

Sóknarmenn: Kerem Akturkoglu (Benfica), Irfan Kahveci (Fenerbahce), Baris Yilmaz (Galatasaray), Arda Guler (Real Madrid), Kenan Yildiz (Juventus), Umut Nayir (Komyaspor)
Athugasemdir
banner
banner
banner