Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2020 16:46
Ívan Guðjón Baldursson
Walcott í læknisskoðun hjá Southampton
Walcott er 31 árs gamall og hefur skorað 75 mörk í 347 úrvalsdeildarleikjum með Arsenal og Everton.
Walcott er 31 árs gamall og hefur skorað 75 mörk í 347 úrvalsdeildarleikjum með Arsenal og Everton.
Mynd: Getty Images
Theo Walcott mun leika fyrir Southampton út tímabilið en hann er að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu um þessar mundir.

Southampton var meðal úrvalsdeildarfélaga sem vildu fá Walcott lánaðan frá Everton en þessi fljóti kantmaður valdi að snúa aftur á heimaslóðir.

Walcott hóf ferilinn hjá Southampton áður en hann var keyptur til Arsenal. Þar spilaði hann 397 leiki áður en hann skipti yfir til Everton í janúar 2018 fyrir um 20 milljónir punda.

Walcott, sem á 47 landsleiki að baki fyrir England, hefur spilað 85 leiki á tveimur og hálfu ári hjá Everton. Hann er lentur aftarlega í goggunarröðinni undir stjórn Carlo Ancelotti þar sem hann er að berjast við menn á borð við James Rodriguez, Richarlison og Alex Iwobi um sæti í liðinu.

Walcott verður samningslaus eftir tímabilið. Ekki er greint frá hvort Southampton borgi meira en bara laun framherjans á lánstímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner