Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. október 2022 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Xabi Alonso er nýr þjálfari Leverkusen (Staðfest)
Xabi Alonso
Xabi Alonso
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayer Leverkusen tilkynnti í dag ráðningu á nýjum þjálfara en Xabi Alonso tekur við starfinu og skrifaði undir tveggja ára samning.

Alonso, sem átti vel skreyttan feril sem fótboltamaður, lagði skóna á hilluna árið 2017. Hann vann alla þá titla sem fótboltamenn dreyma um að vinna, þar á meðal heimsmeistaramótið og svo Evrópumótið í tvígang ásamt því að hafa unnið Meistaradeildina með Liverpool og Real Madrid.

Eftir ferilinn fór hann út í þjálfun. Hann tók við varaliði Real Sociedad og stýrði því með góðum árangri í þrjú ár áður en hann hætti í maí á þessu ári.

Hann er nú tekinn við Bayer Leverkusen í Þýskalandi og skrifaði undir samning sem gildir til næstu tveggja ára.

Alonso tekur við starfinu af Gerardo Seoane sem var látinn taka poka sinn í dag.

Leverkusen er í 17. sæti þýsku deildarinnar með 5 stig og situr þá í 3. sæti B-riðils Meistaradeildarinnar með 3 stig.
Athugasemdir
banner