Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 05. október 2024 17:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áhorfendamet sett á úrslitaleiknum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Áhorfendametið í Bestu deild kvenna er fallið en það var bætt í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Það er stappfullt á Hlíðarenda en 1625 manns eru mættir til að fylgjast með þessum gríðarlega spennandi úrslitaleik.

Þetta er 400 manna bæting á fyrra metinu sem var sett árið 2012 þegar Þór/KA valtaði yfir Selfoss 9-0 á Akureyri. Þar voru 1212 áhorfendur mættir.

Þegar þetta er skrifað er skammt til leiksloka og staðan markalaus. Því er Breiðablik hársbreidd frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.


Athugasemdir
banner