Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 05. desember 2020 09:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Enska hringborðið, landsliðsmál og fleira á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net
Fyrsta fjórðungsuppgjör ensku úrvalsdeildarinnar verður á X977 í dag í útvarpsþættinum Fótbolti.net. Þátturinn verður milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum.

Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur þáttarins í enska boltanum, mætir í hljóðver og fer yfir málin. Hann velur meðal annars úrvalslið tímabilsins hingað til og sérstakt vonbrigðalið.

Þáttastjórnendur; Elvar Geir og Tómas Þór, ræða einnig um landsliðsmálin. Þjálfaraleit er í gangi og dregið verður í undankeppni HM á mánudaginn.

Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins, segir sína skoðun á landsliðsþjálfaraleitinni og ræðir einnig um bók sína Íslensk knattspyrna sem er á leið í verslanir.

Þá verður Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður á línunni og ræðir um nýjar Brexit reglur í enska boltanum og hvaða áhrif þær hafa á íslenska fótbolta og fótboltamenn.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner