PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   þri 05. desember 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Arsenal og Burnley eiga útileiki
Mynd: EPA
Desember mánuður er byrjaður og þá skiptir enska úrvalsdeildin um gír og fer á mikinn yfirsnúning.

Það er brjálað leikjaálag framundan og fá fjögur félög að kenna á því í kvöld, skömmu eftir leiki helgarinnar.

Wolves tekur á móti Burnley í fyrri leik kvöldsins, þar sem Jóhann Berg Guðmundsson mun væntanlega koma við sögu. Jói Berg hefur verið með betri leikmönnum Burnley á upphafi tímabils, en nýliðarnir eru í fallsæti með 7 stig eftir 14 umferðir.

Topplið Arsenal heimsækir svo nýliða Luton Town í nágrannaslag í seinni leik kvöldsins. Lærisveinar Mikel Arteta fá þar tækifæri til að komast í tímabundna fimm stiga forystu, en Liverpool situr í öðru sæti sem stendur og er Manchester City í þriðja eftir þrjú jafntefli í röð.

Það má þó ekki afskrifa Luton, sem sigraði Crystal Palace og gerði jafntefli við Liverpool í síðustu tveimur heimaleikjum sínum.

Leikir kvöldsins:
19:30 Wolves - Burnley
20:15 Luton - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir