Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. desember 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stórveldi fylgjast með liðsfélaga Orra Steins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stórveldi úr Evrópuboltanum fylgjast náið með Roony Bardghji, 18 ára liðsfélaga Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn.

Bardghji er kantmaður sem er fæddur í Kúveit en fluttist til Svíþjóðar aðeins sjö ára gamall. Hann er því með sænskan ríkisborgararétt og hefur verið lykilmaður í U17 og U21 landsliðum Svía.

   16.11.2023 12:00
Roony Bardghji: Þetta er hans skoðun og ég er ekki sammála


Hann er að eiga frábært tímabil með FCK þar sem hann er kominn með 11 mörk í 28 leikjum.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Bayer Leverkusen, Juventus, Barcelona og Chelsea séu meðal áhugasamra félaga.

Bardghji á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum við FCK, sem rennur út um áramótin 2025/26.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner