Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Tavernier og Iwobi bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Bournemouth og Fulham unnu heimaleiki gegn Tottenham og Brighton.

Kantmaðurinn Marcus Tavernier er með frábæra hægri löpp og var hann valinn sem besti leikmaður vallarins í 1-0 sigri Bournemouth á Tottenham. Tavernier lagði eina mark leiksins upp fyrir varnarmanninn unga Dean Huijsen, þegar hornspyrna hans rataði beint á kollinn á Huijsen sem skoraði af stuttu færi.

Tavernier og Huijsen fá báðir 8 fyrir sinn þátt í sigrinum. Eini leikmaður Tottenham sem fær 8 er markvörðurinn Fraser Forster, enda er hann helsta ástæðan fyrir því að Bournemouth sigraði viðureignina ekki með meiri mun.

Í London fór það ekki á milli mála að Alex Iwobi var valinn sem besti leikmaður vallarins. Iwobi skoraði tvö og bjó eitt til í 3-1 sigri Fulham gegn Brighton.

Iwobi fær 9 fyrir sinn þátt í sigrinum og er bakvörðurinn öflugi Antonee Robinson eini leikmaður vallarins sem kemst nálægt því að hafa skilað sama framlagi og Iwobi í leiknum, með 8 í einkunn.

Bournemouth: Kepa (6), Smith (6), Zabarnyi (6), Huijsen (8), Kerkez (7), Adams (6), Christie (6), Semenyo (7), Kluivert (6), Tavernier (8), Evanilson (7).
Varamenn: Ouattara (5), Cook (6).

Tottenham: Forster (8), Gray (6), Dragusin (5), Davies (5), Udogie (6), Sarr (6), Bissouma (6), Maddison (6), Johnson (6), Solanke (5), Kulusevski (6).
Varamenn: Son (6), Werner (6), Porro (7).



Fulham: Leno (7); Castagne (7), Diop (7), Bassey (7), Robinson (8); Berge (7), Wilson (7); Iwobi (9), Smith Rowe (5), Nelson (6); Muniz (7).
Varamenn: Pereira (6), Traore (6)

Brighton: Verbruggen (4); Van Hecke (5), Dunk (6), Igor (6); Wieffer (6), O’Riley (6), Baleba (7), Estupinan (6); Adingra (6), Pedro (6), Mitoma (6).
Varamaður: Lamptey (6)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 22 16 5 1 54 21 +33 53
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 23 13 5 5 33 27 +6 44
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 23 12 5 6 41 27 +14 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 23 11 7 5 41 26 +15 40
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 23 8 10 5 35 31 +4 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 22 5 8 9 19 28 -9 23
17 Wolves 23 4 4 15 32 52 -20 16
18 Ipswich Town 23 3 7 13 21 47 -26 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 23 1 3 19 16 53 -37 6
Athugasemdir
banner
banner