Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 06. mars 2021 12:35
Aksentije Milisic
Henderson býst við að verða aðalmarkvörður Man Utd á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Dean Henderson, markvörður Manchester United, býst við því að verða aðalmarkvörður liðsins á næsta tímabili en framtíð Spánverjans David De Gea er óljós.

United verður án De Gea í næstu leikjum en hann flaug til Spánar á dögunum þar sem hann og unnusta hans voru að eignast dóttur.

Talið er að Henderson verði í marki United í næstu fimm leikjum liðsins og því er hann að fá gott tækifæri til þess að geirnegla þessa stöðu.

Þessi 23 ára gamli markvörður lítur þó á hlutina þannig að hann sé kominn til að vera í marki Manchester United.

Daily Record heldur því fram að United ætli sér að selja bæði Henderson og De Gea. Framtíð Henderson hjá félaginu lítur þó vel út.

Eftir að hafa komið til baka af láni hjá Sheffield United, þar sem hann stóð sig mjög vel, þá hefur hann þurft að sitja mikið á varamannabekknum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner