Það eru tveir stórleikir á dagskrá í Meistaradeildinni í kvöld en 8-liða úrslit keppninnar hefjast með tveimur viðureignum.
                
                
                                    Báðir leikir hefjast klukkan 19:00 en leikið er á Etihad vellinum í Manchester og á æfingavelli Real Madrid á Spáni.
Manchester City tekur á móti Borussia Dortmund á Englandi og má búast við miklu fjöri er Erling Haaland og hans menn mæta til leiks.
Real Madrid spilar þá við Liverpool á Alfredo di Stefano vellinum í Madríd þar sem tvö stórveldi eigast við.
Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea, verður ekki með Real í leiknum en hann er enn meiddur og er ekki leikfær.
Í báðum leikjum er um fyrri viðureignina að ræða en tveir leikir fara einnig fram á morgun.
8-liða úrslit Meistaradeildarinnar:
19:00 Manchester City - Dortmund
19:00 Real Madrid - Liverpool
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                        
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                