
Víkingur og Breiðablik tryggðu sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær og í kvöld ræðst það hvaða tvö önnur lið komast þangað.
Víkingur hefur verið ríkjandi bikarmeistari síðan 2019 og vann Þór í gær. Breiðablik lagði FH. Hinir tveir leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram í kvöld.
Víkingur hefur verið ríkjandi bikarmeistari síðan 2019 og vann Þór í gær. Breiðablik lagði FH. Hinir tveir leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram í kvöld.
Leikir kvöldsins:
Þrið 17:30 KA - Grindavík
Þrið 20:00 KR - Stjarnan
Dregið verður í undanúrslit í hálfleik í viðureign KR og Stjörnunnar. Fylgst verður með drættinum í beinu textalýsingunni frá Meistaravöllum hér á Fótbolta.net en Sæbjörn Steinke verður á vellinum. Þá er drátturinn sýndur beint á RÚV 2.
Undanúrslitin verða leikin 3. og 4. júlí og úrslitaleikurinn verður svo á Laugardalsvelli 26. ágúst.
Athugasemdir