þri 06. júní 2023 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mendilibar verður áfram hjá Sevilla
Mynd: EPA

Sevilla er búið að semja við þjálfarann José Luis Mendilibar, sem gerir eins árs samning við félagið eftir að hafa gert frábæra hluti í vor.


Mendilibar tók við Sevilla í mars þegar liðið var í óvæntri fallbaráttu og náði frábærum úrslitum bæði í spænsku deildinni og Evrópudeildinni. Hann gerði Sevilla að Evrópudeildarmeisturum og barðist um Evrópusæti í deildinni og fær nýjan eins árs samning að launum.

Mendilibar, sem er 62 ára gamall, tók við Jorge Sampaoli í mars en þar áður hafði hann starfað sem aðalþjálfari Eibar og Alaves í sjö ár. Hann á gríðarlega langan þjálfaraferil að baki en þetta er fyrsta stóra keppnin sem hann vinnur og annar titillinn á ferlinum, eftir að hafa unnið B-deild spænska boltans með Real Valladolid 2007.

Undir hans stjórn hafði Sevilla betur gegn Manchester United, Juventus og Roma til að vinna Evrópudeildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner