Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   þri 06. júní 2023 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nemó genginn til liðs við Víði (Staðfest)
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víðir frá Garði var að krækja í öflugan liðsstyrk í formi Nemanja Latinovic sem gerir samning út tímabilið.


Nemanja, eða Nemó eins og hann er kallaður, er uppalinn Grindvíkingur með 112 keppnisleiki að baki fyrir uppeldisfélagið. Hann spilaði 15 leiki í Lengjudeildinni í fyrra en samdi ekki aftur við Grindavík.

Nemó hefur verið samningslaus fyrri hluta árs en gengur nú til liðs við Víði sem er á toppi 3. deildar með 12 stig eftir fimm umferðir. Hann gæti reynst gríðarlega mikilvægur í toppbaráttunni þar.

Nemó er 27 ára gamall miðjumaður sem getur einnig leikið sem bakvörður.

Hann hefur verið að æfa með Víði í sumar og hefur ákveðið að taka slaginn í þriðju deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner