
Gísli Eyjólfsson var með stórkostlegan undirbúning að þriðja marki Breiðabliks í 3-1 sigrinum gegn FH í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi.
Hann lagði upp markið fyrir færeyska sóknarmanninn Klæmint Olsen, sem átti einnig öfluga innkomu af bekknum í leiknum.
Hann lagði upp markið fyrir færeyska sóknarmanninn Klæmint Olsen, sem átti einnig öfluga innkomu af bekknum í leiknum.
„Gísli lék sér að varnarmönnum FH, renndi svo boltanum á Klæmint sem skoraði. Frábærlega gert hjá Gísla," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu í gær.
Breiðablik skoraði tvisvar í uppbótartímanum og vann að lokum 3-1. Klæmint skoraði tvisvar og Davíð Ingvarsson var einnig á skotskónum. Fyrir FH skoraði Úlfur Ágúst Björnsson í fyrri hálfleiknum.
Breiðablik er komið í undanúrslit og það eru Víkingar einnig. Í kvöld ræðst það hvaða lið fara einnig áfram á það stig.
þriðjudagur 6. júní
Mjólkurbikar karla
17:30 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)
20:00 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
Hér fyrir neðan má sjá þriðja mark Blika og önnur mörk úr leiknum en leikurinn var sýndur í beinni á RÚV.
Vá! Vá! Vá! Ótrúleg syrpa hjá Gísla Eyjólfssyni áður en hann finnur Klæmint Olsen sem skorar þriðja mark Blika. Breiðablik er komið í undanúrslit pic.twitter.com/3dCLU8zCfp
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 5, 2023
Davíð Ingvarsson kom Breiðablik í 2-1 með hnitmiðuðu skoti. Breiðablik elskar að skora í uppbótartíma þessa dagana. pic.twitter.com/WSmioSmGcJ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 5, 2023
Klæmint Olsen jafnar metin fyrir Breiðablik og allt ætlar um koll að keyra í Kópavoginum. Svakalegar lokamínútur fram undan! pic.twitter.com/1dLTGP4WUk
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 5, 2023
Úlfur Ágúst kemur FH yfir í Kópavoginum eftir sendingu frá Kjartani Kára. Virkilega vel klárað hjá þessum stóra og stæðilega framherja pic.twitter.com/VJVrK9fpam
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 5, 2023
Athugasemdir