fös 06. júlí 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Páll tæpur fyrir Rosenborg - Styttist í Dion
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er tæpur fyrir leik liðsins gegn Rosenborg í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Haukur fór af velli vegna meiðsla á kálfa í 1-1 jafnteflinu gegn KR í gærkvöldi.

„Hann er tæpur. Við verðum að reyna að tjasla honum saman og sjá hvað gerist," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

Dion Acoff, kantmaður Vals, hefur ekkert spilað með Val í tæpa tvo mánuði vegna meiðsla. Stutt er þó í endurkomu hans.

„Hann tók fyrstu æfinguna af einhverju viti í gær og er á góðri leið," sagði Ólafur.

„Hann verður pottþétt klár í næsta deildarleik. Ég veit ekki hvað við gerum við hann í Evrópukeppninni. Við eigum eftir að taka stöðuna á honum með það."

Sjá einnig:
Forsala hafin á leik Vals og Rosenborg
Óli Jó: Ekki okkar besti leikur - Sáttur með stigið
Athugasemdir
banner
banner
banner