Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júlí 2020 20:37
Aksentije Milisic
Þýskaland: Werder Bremen heldur sæti sínu í deildinni eftir mikla dramatík
Mynd: Getty Images
FC Heidenheim 2 - 2 Werder Bremen
0-1 Norman Theuerkauf - sjálfsmark ('3)
1-1 Tim Kleindienst ('85)
1-2 Ludwig Augustinsson ('90)
2-2 Tim Kleindienst ('90)

Werder Bremen og Heidenheim áttust við í dag í síðari leik liðanna í umspili um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktið.

Werder Bremen hafnaði í 16. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og Heidenheim í þriðja sæti B-deildarinnar. Fyrri leikurinn endaði 0-0 á heimavelli Werder Bremen og því var allt undir í kvöld fyrir síðari leikinn.

Gestirnir í Werder Bremen komust yfir strax í byrjun leiks þegar Norman Theuerkauf, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þannig stóðu leikar allt að 85. mínútu en þá jafnaði Tim Kleindienst fyrir heimamenn og gerði lokamínúturnar því æsispennandi.

Það var síðan Ludwig Augustinsson sem skoraði fyrir Bremen á fjórðu mínútu í uppbótartíma við mikinn fögnuð gestanna. Leikurinn var þó ekki búinn því Heidenheim fékk vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Kleindienst skoraði úr spyrnunni en nær komust heimamenn ekki.

Werder Bremen sigrar því einvígið með fleiri mörkum skoruð á útivelli og heldur áfram að spila í deild þeirra bestu í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner