Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 06. ágúst 2021 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Höfum spilað glimrandi góðan fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum svolítið að venja okkur á þessa sigra. Við erum að hleypa þessu upp enn og aftur á eigin aulaskap en frábær karakter að klára þetta í restina og aftur erum við að fá frábæra innkomu frá okkar varamönnum sem á endanum ríða baggamunin.
Voru fyrstu orð Jóns Þórs Haukssonar þjálfara Vestra eftir ótrúlegan sigur Vestra á Grindavík í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Vestri

Leikur Vestra í kvöld var að mestu stórgóður og lék liðið fína knattspyrnu. Er Jón Þór bjartsýnn á framhaldið?

„Já auðvitað viljum við byggja ofaná hvern leik og viljum bæta okkur með hverjum leiknum. Við höfum góða leikmenn innan okkar raða og liðið er gott og vel spilandi. Það er í nánast öllum þessum leikjum að við höfum spilað glimrandi góðann fótbolta.“

Jón Þór sem tók við liði Vestra nú fyrir stuttu var að lokum spurður hvort hann sæi fyrir sér að halda áfram með liðið.

„Okkur hefur liðið mjög vel fyrir vestan, verið tekið vel á móti okkur og haldið gríðarlega vel utan um allt síðan ég kom en ég og allir í liðinu tökum einn leik í einu og erum einbeittir á það verkefni sem er í gangi núna.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir