„Við erum svolítið að venja okkur á þessa sigra. Við erum að hleypa þessu upp enn og aftur á eigin aulaskap en frábær karakter að klára þetta í restina og aftur erum við að fá frábæra innkomu frá okkar varamönnum sem á endanum ríða baggamunin.“
Voru fyrstu orð Jóns Þórs Haukssonar þjálfara Vestra eftir ótrúlegan sigur Vestra á Grindavík í Grindavík fyrr í kvöld.
Voru fyrstu orð Jóns Þórs Haukssonar þjálfara Vestra eftir ótrúlegan sigur Vestra á Grindavík í Grindavík fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 2 Vestri
Leikur Vestra í kvöld var að mestu stórgóður og lék liðið fína knattspyrnu. Er Jón Þór bjartsýnn á framhaldið?
„Já auðvitað viljum við byggja ofaná hvern leik og viljum bæta okkur með hverjum leiknum. Við höfum góða leikmenn innan okkar raða og liðið er gott og vel spilandi. Það er í nánast öllum þessum leikjum að við höfum spilað glimrandi góðann fótbolta.“
Jón Þór sem tók við liði Vestra nú fyrir stuttu var að lokum spurður hvort hann sæi fyrir sér að halda áfram með liðið.
„Okkur hefur liðið mjög vel fyrir vestan, verið tekið vel á móti okkur og haldið gríðarlega vel utan um allt síðan ég kom en ég og allir í liðinu tökum einn leik í einu og erum einbeittir á það verkefni sem er í gangi núna.“
Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir





















