Það bendir margt til þess að Tm Ream verði kynntur sem nýr leikmaður Charlotte FC í bandarísku MLS deildinni í sumar.
Ream á innan við ár eftir af samningi sínum við Fulham og var bandaríska félagið orðað við kappann fyrr í sumar.
Í dag er svo fjallað um það að Fulham og Charlotte hafi verið í viðræðum í sumar, félögin séu nú við það að ná samkomulagi og stutt sé í tilkynningu um félagaskipti.
Ream á innan við ár eftir af samningi sínum við Fulham og var bandaríska félagið orðað við kappann fyrr í sumar.
Í dag er svo fjallað um það að Fulham og Charlotte hafi verið í viðræðum í sumar, félögin séu nú við það að ná samkomulagi og stutt sé í tilkynningu um félagaskipti.
Ream er reynslubolti sem gekk í raðir Fulham frá Bolton árið 2015 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið.
Hann verður 37 ára í október. Á síðasta tímabili lék hann 18 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði eitt mark. Hann er enn hluti af bandaríska landsliðinu; byrjaði alla leiki liðsins á Copa America í sumar og var í sigurliðinu í Þjóðadeildinni í mars.
Athugasemdir