Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
banner
   fös 06. október 2023 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mikill áhugi en leikurinn var búinn þegar Víkingur hóf viðræður"
Kvenaboltinn
John Andrews.
John Andrews.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur átti stórkostlegt tímabil í ár.
Víkingur átti stórkostlegt tímabil í ár.
Mynd: Hrefna Morthens
„Það var mikill áhugi frá öðrum stöðum og ég vil þakka því fólki. En um leið og Víkingur hóf viðræður, þá var leikurinn búinn," segir John Andrews í samtali við Fótbolta.net.

Það var tilkynnt í dag að John yrði áfram þjálfari Víkings á næstu leiktíð. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið með ákvæði um framlengingu um tvö ár til viðbótar.

Víkingur átti frábært tímabil. Liðið hóf 2023 á því að vinna B-deild Lengjubikarsins og velgengnin hélt áfram inn í sumarið; liðið varð fyrsta kvennaliðið í næst efstu deild til að verða bikarmeistari og liðið tryggði sér í kjölfarið efsta sætið í Lengjudeildinni og spilar því í Bestu deildinni að ári.

John er 45 ára Íri sem kom fyrst til Íslands og spilaði með Aftureldingu á árunum 2008-2012. Hann þjálfaði meðfram því Hvíta riddarann og svo kvennalið Aftrueldingar.

Hann stýrði Aftureldingu tímabilin 2010-13 og tók næst við kvennaliði Völsungs. Hann var þjálfari Völsungs tímabilin 2018-19 og hélt í kjölfarið í Víkina og var að klára sitt fjórða tímabil þar í sumar.

Það tók tíma að ganga frá samningnum en það orðið nokkuð liðið frá því tímabilið kláraðist. Varð hann einhvern tímann órólegur með stöðu sína?

„Það hefur verið mikið að gera og við höfum verið að funda með leikmönnum. Við vorum ekki að hugsa um samningastöðuna. Við töluðum bara um að bæta félagið fyrir næstu ár. En eins og ég segi, þá var þetta aldrei spurning þegar Víkingur kom inn í myndina," segir John.

„Við áttum ágætis tímabil. Mér leið aldrei illa. Það var svo mikil vinna í gangi að það tekur hugann frá því. Ég fékk símtöl og á tveimur dögum var þetta klárað."

John viðurkennir að það hafi verið áhugi frá öðrum félögum en hann vildi ekki nafngreina þau. Félögin eru úr Bestu deildinni og annars staðar.

„Ég átti nokkur samtöl. En ég var alltaf að hugsa um Víking. Við höfum byggt upp eitthvað sérstakt hérna á síðustu árum," segir John. „Þetta ár var mjög sérstak en við byrjuðum að byggja þetta árið 2019. Þetta gerðist ekki á einu ári."

„Það væri vanvirðing að nefna þessi félög en þetta voru mjög flott félög og gott fólk. Ég vil bara þakka fyrir áhugann en mitt starf er hérna. Við erum langt frá því að vera búin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem John ræðir nýja samninginn, síðasta tímabil og margt fleira.
Athugasemdir
banner