
„Það var mikill áhugi frá öðrum stöðum og ég vil þakka því fólki. En um leið og Víkingur hóf viðræður, þá var leikurinn búinn," segir John Andrews í samtali við Fótbolta.net.
Það var tilkynnt í dag að John yrði áfram þjálfari Víkings á næstu leiktíð. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið með ákvæði um framlengingu um tvö ár til viðbótar.
Það var tilkynnt í dag að John yrði áfram þjálfari Víkings á næstu leiktíð. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið með ákvæði um framlengingu um tvö ár til viðbótar.
Víkingur átti frábært tímabil. Liðið hóf 2023 á því að vinna B-deild Lengjubikarsins og velgengnin hélt áfram inn í sumarið; liðið varð fyrsta kvennaliðið í næst efstu deild til að verða bikarmeistari og liðið tryggði sér í kjölfarið efsta sætið í Lengjudeildinni og spilar því í Bestu deildinni að ári.
John er 45 ára Íri sem kom fyrst til Íslands og spilaði með Aftureldingu á árunum 2008-2012. Hann þjálfaði meðfram því Hvíta riddarann og svo kvennalið Aftrueldingar.
Hann stýrði Aftureldingu tímabilin 2010-13 og tók næst við kvennaliði Völsungs. Hann var þjálfari Völsungs tímabilin 2018-19 og hélt í kjölfarið í Víkina og var að klára sitt fjórða tímabil þar í sumar.
Það tók tíma að ganga frá samningnum en það orðið nokkuð liðið frá því tímabilið kláraðist. Varð hann einhvern tímann órólegur með stöðu sína?
„Það hefur verið mikið að gera og við höfum verið að funda með leikmönnum. Við vorum ekki að hugsa um samningastöðuna. Við töluðum bara um að bæta félagið fyrir næstu ár. En eins og ég segi, þá var þetta aldrei spurning þegar Víkingur kom inn í myndina," segir John.
„Við áttum ágætis tímabil. Mér leið aldrei illa. Það var svo mikil vinna í gangi að það tekur hugann frá því. Ég fékk símtöl og á tveimur dögum var þetta klárað."
John viðurkennir að það hafi verið áhugi frá öðrum félögum en hann vildi ekki nafngreina þau. Félögin eru úr Bestu deildinni og annars staðar.
„Ég átti nokkur samtöl. En ég var alltaf að hugsa um Víking. Við höfum byggt upp eitthvað sérstakt hérna á síðustu árum," segir John. „Þetta ár var mjög sérstak en við byrjuðum að byggja þetta árið 2019. Þetta gerðist ekki á einu ári."
„Það væri vanvirðing að nefna þessi félög en þetta voru mjög flott félög og gott fólk. Ég vil bara þakka fyrir áhugann en mitt starf er hérna. Við erum langt frá því að vera búin."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem John ræðir nýja samninginn, síðasta tímabil og margt fleira.
Athugasemdir