mán 06. desember 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard á óskalista Everton og West Ham - Kostar lítið í janúar
Ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og West Ham eru á eftir belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard samkvæmt breska götublaðinu Express.

Hazard hefur lítið sýnt hjá Real Madrid síðan hann kom til félagsins frá Chelsea árið 2019.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Hazard sem fær nú lítið að spila undir stjórn Carlo Ancelotti og nær ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.

Real Madrid keypti Hazard fyrir 88 milljónir punda, en er núna sagt tilbúið að selja hann fyrir aðeins rúmlega 20 milljónir punda.

Hazard gæti verið á ferðinni í janúar, en hann þarf að lækka sig verulega í launum til þess að Everton eða West Ham geti samið við hann.
Athugasemdir