Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 06. desember 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
Lið vikunnar í enska - Fred og Origi í liðinu
Húsasmiðjan
Mynd: BBC
Manchester City nýtti sér það að West Ham vann Chelsea 3-2 og kom sér á topp deildarinnar með öruggum 3-1 sigri á Watford. Divock Origi skoraði sigurmark Liverpool gegn Úlfunum.

Newcastle vann fyrsta deildarsigur sinn á tímabilinu með því að leggja Burnley 1-0 og Brighton jafnaði á 98. mínútu gegn Southampton.

Tottenham klifraði upp í fimmta sæti með 3-0 sigri gegn Norwich, Ralf Rangnick fagnaði sigri í fyrsta leik með Manchester United sem vann 1-0 gegn Crystal Palace og Patrick Bamford mætti af meiðslalistanum og tryggði Leeds stig gegn Brentford með dramatísku sigurmarki. Þá vann Aston Villa 2-1 endurkomusigur gegn Leicester.

Svona er lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Garth Crooks, sérfræðingur BBC, sér um valið.
Athugasemdir
banner
banner