Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
   mið 06. desember 2023 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum Stjörnumaður í liði ársins í Japan
Alexander Scholz.
Alexander Scholz.
Mynd: Getty Images
Fyrrum Stjörnumaðurinn Alexander Scholz er í liði ársins í japönsku úrvalsdeildinni.

Scholz hefur átt mjög gott tímabil í Japan en hann leikur þar með Urawa Red Diamonds.

„Það er mjög mikill heiður að vera í lið ársins. Á síðasta ári var ég á bekknum í liðinu og ég að það eru margir góðir leikmenn í þessari deild. Ég vil þakka öllum sem kusu mig," segir Scholz.

Scholz er 31 árs gamall miðvörður sem lék eftirminnilega með Stjörnunni árið 2012. Hann var frábær tímabilið sem hann spilaði hér á Íslandi.

Í kjölfarið lék hann með Lokeren, Standard Liege og Club Brugge í Belgíu. Hann spilaði svo með Midtjylland í Danmörku frá 2018 til 2021, en síðustu tvö árin hefur hann spilað í Japan við góðan orðstír.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner