Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al Nassr í 2-1 tapi gegn Karim Benzema og félögum í Al Ittihad í sádi-arabísku deildinni í kvöld.
Benzema og Ronaldo spiluðu saman hjá Real Madrid frá 2009 til 2018 en báðir fóru til Sádi-Arabíu á síðasta ári.
Frakkinn kom Al Ittihad í forystu á 55. mínútu sem var tíunda mark hans í deildinni á tímabilinu en í næstu sókn jafnaði Ronaldo með skoti úr teignum eftir sendingu frá Angelo.
Ronaldo var að skora fimmta leikinn í röð og er, eins og Benzema með 10 deildarmörk og var að skora sitt 916. mark á ferlinum.
Undir lok leiks skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn sigurmark Al Ittihad og styrkti um leið stöðu liðsins á toppnum en það er nú með 36 stig á meðan Al Nassr er í 4. sæti með 25 stig.
Cristiano Ronaldo ???????? celebrating his 916 goal ? with his famous celebration "Calma Calma" Silencing Al Ittihad ????????crowd.
— Arc of Football (@arcoffootball) December 6, 2024
Al Nassr ????????has equalized against Al Ittihad ????????. #Alnassrday #AlNassrIttihad
pic.twitter.com/GkijD46jFR
Athugasemdir