Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði fimmta leikinn í röð
Cristiano Ronaldo er heitur þessa stundina
Cristiano Ronaldo er heitur þessa stundina
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al Nassr í 2-1 tapi gegn Karim Benzema og félögum í Al Ittihad í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Benzema og Ronaldo spiluðu saman hjá Real Madrid frá 2009 til 2018 en báðir fóru til Sádi-Arabíu á síðasta ári.

Frakkinn kom Al Ittihad í forystu á 55. mínútu sem var tíunda mark hans í deildinni á tímabilinu en í næstu sókn jafnaði Ronaldo með skoti úr teignum eftir sendingu frá Angelo.

Ronaldo var að skora fimmta leikinn í röð og er, eins og Benzema með 10 deildarmörk og var að skora sitt 916. mark á ferlinum.

Undir lok leiks skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn sigurmark Al Ittihad og styrkti um leið stöðu liðsins á toppnum en það er nú með 36 stig á meðan Al Nassr er í 4. sæti með 25 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner