Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. mars 2021 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Viljum enda ofar núna
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
„Ég er gríðarlega ánægður," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir sigur á nágrönnunum í Manchester City í dag. United er fyrsta liðið til að knýja fram sigur á City síðan í nóvember á síðasta ári.

„Við vorum með yfirhöndina fyrstu 10-15 mínútur leiksins en síðasta hálftímann í fyrri hálfleik vorum við að hugsa of mikið um úrslitin. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá tekst þeim að skapa færi. Við urðum að komast inn í hálfleikinn til að koma okkur aftur í gírinn."

„Seinna markið var stórkostlegt. (Luke) Shaw sýndi hvers megnugur hann er. Hann var tæpur í morgun en sýndi þvílíka frammistöðu."

„Mér fannst við verjast mjög vel og vorum líkari sjálfum okkur í sóknarleiknum."

Solskjær hrósaði einnig franska sóknarmanninum Anthony Martial sem var tæpur fyrir leikinn. „Hann var enn tæpari en Luke. Þetta var sá Anthony sem við þekkjum, sterkur og tók leikmenn á. Ég er ánægður fyrir hans hönd," sagði Norðmaðurinn en Martial hefur ekki átt gott tímabil heilt yfir.

„Man City er langt á undan okkur og við getum ekki hugsað um annað en að vinna okkar leiki og gera betur en á síðasta ári. Við vorum í þriðja sæti á síðasta tímabili og viljum enda ofar núna."

Man Utd er í öðru sæti, 11 stigum á eftir City.
Athugasemdir
banner
banner