Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 07. apríl 2021 11:46
Elvar Geir Magnússon
Átta ítalskir landsliðsmenn hafa greinst með Covid-19
Matteo Pessina, miðjumaður Atalanta, hefur greinst með Covid-19 sem þýðir að átta leikmenn ítalska landsliðsins smituðust í liðnum landsleikjaglugga.

Þá smituðust fjórir starfsmenn landsliðsins í síðustu viku, eftir 2-0 sigur gegn Litháen á útivelli.

Pessina er einkennalaus og er kominn í einangrun.

Leonardo Bonucci, Federico Bernardeschi, Alessio Cragno, Alessandro Florenzi, Marco Verratti, Vincenzo Grifo og Salvatore Sirigu eru hinir leikmennirnir sjö sem smituðust í verkefninu.
Athugasemdir