Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. apríl 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Svava Rós: Veit fyrir víst að hún gerði mig að betri leikmanni
Elísabet ræðir við Svövu
Elísabet ræðir við Svövu
Mynd: Kristianstad
Beta og Björn Sigurbjörnsson
Beta og Björn Sigurbjörnsson
Mynd: Twitter
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og hefur verið það í árabil eða síðan hún tók við þjálfun liðsins haustið 2008. Skömmu áður hafði hún hætt sem þjálfari Vals eftir að hafa stýrt liðinu til þriðja Íslandsmeistaratitilsins í röð.

Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari Kristianstad. Hann er eiginmaður Sifjar Atladóttur sem er leikmaður félagsins.

Svava Rós Guðmundsdóttir yfirgaf Kristianstad eftir tveggja ára veru hjá sænska félaginu og gekk í raðir Bordeaux í janúar. Svava var til viðtals í gær og var hún einnig spurð út í sinn fyrrum þjálfara.

Viðtalið:
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val"

Hverjir eru styrkleikar Elísabetu?

„Beta er fyrst og fremst frábær þjálfari. Hún er með svo svakalega ástríðu fyrir því sem hún er að gera, hvort sem það er að gera liðið eða leikmanninn betri þá leggur hún alveg svakalega vinnu í það," sagði Svava Rós.

Helduru að hún geti þjálfað karlalið og náð góðum árangri?

„Ég veit það fyrir víst að hún gerði mig að betri leikmanni og hjálpaði mér mikið með minn leik. Hún hefur mikla trú á manni og veit hvað í manni býr. Hún gæti vel þjálfað hvaða lið sem er, karla eða kvenna, og náð flottum árangri."

Hvernig seldi teymið þér að koma til Kristianstad fyrir tímabilið 2019?

„Ég ræddi vel við Betu og Bjössa áður en ég ákvað að skrifa undir hjá Kristianstad. Þau töluðu um stefnuna hjá liðinu sem þau eru búin að vera að vinna að í nokkur ár og umgjörðin var orðin mjög góð."

„Ég hafði bara heyrt góða hluti um Betu sem þjálfara, ég taldi að hún gæti gert mig að betri leikmanni og hjálpað mér að ná lengra."


Upplifðir þú að hún var algjörlega með lyklana að öllu hjá Kristianstad og mátti gera það sem hún vildi?

„Kristianstad er mjög lítill bær og Beta er búin að gera frábæra hluti með þetta félag."

„Það var alveg stundum þannig að Beta var allt í öllu innan félagsins,"
sagði Svava Rós.

Viðtalið:
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner