Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W 1 - 2 Everton W
Division 1 - Women
Paris W 0 - 1 Saint-Etienne W
Bundesligan
Eintracht Frankfurt 3 - 1 Augsburg
Bundesliga - Women
RB Leipzig W 1 - 0 Bayer W
Serie A
Cagliari 2 - 2 Juventus
Genoa 0 - 1 Lazio
Toppserien - Women
Lyn W 1 - 0 Lillestrom W
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar 2 - 0 Fakel
La Liga
Athletic 1 - 1 Granada CF
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W 2 - 2 Djurgarden W
Elitettan - Women
Umea W 1 - 0 Sunnana W
þri 06.apr 2021 23:59 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val í vetur"

Svava Rós Guðmundsdóttir er Valsari sem lék einnig í nokkur ár með Breiðabliki áður en hún hélt erlendis. Sem atvinnukona hefur hún leikið í Noregi og í Svíþjóð en er núna á mála hjá franska félaginu Bordeaux.

Hún skipti yfir til Bordeaux frá Kristianstad eftir tímabilið 2020 og var orðinn leikmaður franska félagsins skömmu eftir áramót. Svava er 25 ára sóknarsinnaður leikmaður sem á að baki 24 A-landsleiki. Fótbolti.net hafði samband við Svövu á dögunum og spurði hana út í ferilinn til þessa.

Ég veit vel að þetta er klárlega skref upp á við varðandi gæði
Ég veit vel að þetta er klárlega skref upp á við varðandi gæði
Mynd/Quentin Salinier/Bordeaux
Það er mikill munur á gæðum og styrkleika
Það er mikill munur á gæðum og styrkleika
Mynd/Quentin Salinier/Bordeaux
Er yfirleitt kölluð Svava Rós af fjölskyldunni en hérna úti er ég bara kölluð Svava
Er yfirleitt kölluð Svava Rós af fjölskyldunni en hérna úti er ég bara kölluð Svava
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skiljanlega voru þeir ekki að fara að semja við mig
Skiljanlega voru þeir ekki að fara að semja við mig
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Persónulega finnst mér ég búin að bæta mig mikið eftir að ég fór í atvinnumennsku
Persónulega finnst mér ég búin að bæta mig mikið eftir að ég fór í atvinnumennsku
Mynd/Kristianstad
Það er aldrei leiðinlegur tími með henni
Það er aldrei leiðinlegur tími með henni
Mynd/.
Alltaf þrefaldur tuttugu
Alltaf þrefaldur tuttugu
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Auðvitað vonbrigði að hafa ekki unnið fleiri titla
Auðvitað vonbrigði að hafa ekki unnið fleiri titla
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mig langaði að bæta minn leik
Mig langaði að bæta minn leik
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var engin varaáætlun að fara í Val
Það var engin varaáætlun að fara í Val
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Held að ég hafi aldrei séð Söndru Maríu svona vandræðalega
Held að ég hafi aldrei séð Söndru Maríu svona vandræðalega
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér fannst þetta bara frábær tímapunktur til að breyta til
Mér fannst þetta bara frábær tímapunktur til að breyta til
Mynd/Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Flott uppbygging sem var að hefjast í Breiðabliki
Flott uppbygging sem var að hefjast í Breiðabliki
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
95 árgangurinn í Val
95 árgangurinn í Val
Mynd/Aðsend
Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri þar sem ég hafði þjálfara sem hafði óbilandi trú á mér
Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri þar sem ég hafði þjálfara sem hafði óbilandi trú á mér
Mynd/Støtt Norsk Kvinnefotball
 Hefði kannski verið gott tímabil hjá mér ef að ég hefði ekki meiðst
Hefði kannski verið gott tímabil hjá mér ef að ég hefði ekki meiðst
Mynd/Kristianstad
Vorum með háleit markmið fyrir þetta tímabil og stefndum allar að því sam
Vorum með háleit markmið fyrir þetta tímabil og stefndum allar að því sam
Mynd/Kristianstad
Mér leist mjög vel á stefnuna sem Kristianstad var að vinna að
Mér leist mjög vel á stefnuna sem Kristianstad var að vinna að
Mynd/Kristianstad
Sjá einnig:
Svava Rós: Búið að ganga erfiðlega og taka lengri tíma en áætlað var (9. mars)
„Ekkert sértstakt sem hefur komið á óvart nema þá hvað andlegur styrkur er mikilvægur"
Nógu erfitt fyrir Frakkana að segja Svava
Ertu kölluð Svava eða alltaf Svava Rós?

„Ég er yfirleitt kölluð Svava Rós af fjölskyldunni en hérna úti er ég bara kölluð Svava. Það er nógu erfitt fyrir Frakkana að segja Svava," sagði Svava Rós.

Af hverju fótbolti?

„Allt sem mér dettur í hug hljómar svo klisjulega, en þetta er einfaldlega bara það skemmtilegasta sem ég geri."

Skiptir ekki máli hvort það er frammi eða kanturinn
Hver er þín uppáhaldsstaða?

„Fyrir mig skiptir það kannski ekki máli hvort ég spila frammi eða á kantinum, mér finnst mjög gaman að leysa báðar stöður. Kannski ef eitthvað er þá hef ég meira pláss þegar ég spila frammi en annars skiptir það mig ekki miklu. Ég hef verið að leysa það að vera fremst, hef spilað á báðum köntunum og svo setti Beta mig nokkrum sinnum niður á miðjuna á lokamínútum leikja í fyrra."

En hvernig er horft á þig hjá Bordeaux?

„Þegar ég ræddi við Pedro Martinez [þjálfara] var hann að sjá mig fyrir sér annað hvort á vinstri kanti eða frammi. En annars snýst þetta um að spila leiki svo staðan skiptir ekki höfuð máli."

Fluttu í Árbæinn en Svava fór í Val
Það kom ekki fram í upphafi greinar að fyrsta félag Svövu er Fram. Af hverju skiptiru yfir í Val á sínum tíma? Var það vegna flutninga fjölskyldu?

„Ég var sú eina fædd árið 1995 sem var að æfa fótbolta með Fram. Ég var alltaf að æfa með stelpum sem voru nokkrum árum eldri. Ástæðan fyrir skiptunum var jú vegna flutnings fjölskyldunnar en við vorum þó að flytja í Árbæinn. Mig langaði að breyta til og ég þekkti stelpurnar í Val örlítið og fannst það besti kosturinn á þeim tíma."

Svekkjandi að vinna „bara“ einn titil með Val?

„Gefur auga leið að maður er í fótbolta til að vinna titla svo það eru auðvitað vonbrigði að hafa ekki unnið fleiri titla."

Var nálægt því að fjórfalda titlafjöldann með Blikum
Eftir einn titil hjá Val vann Svava tvo með Breiðabliki. Hún skipti í grænt eftir tímabilið 2014. Af hverju?

„Mér fannst þetta bara frábær tímapunktur til að breyta til, Valur var að skipta um þjálfara og flott uppbygging sem var að hefjast í Breiðabliki. Ég fór því á nokkrar æfingar hjá Breiðabliki og leist mjög vel á æfingarnar, þjálfarateymið og umgjörðina."

Breiðablik endar tvisvar í 2. sæti í deild á árunum sem þú ert hjá félaginu. Var svekkjandi að vinna ekki fleiri titla?

„Auðvitað hefði ég viljað vinna meira með Breiðabliki, sérstaklega því við vorum svo nálægt því í bæði skiptin."

Líturu á þig sem meiri Blika eða Valskonu í dag?

„Ég veit það ekki alveg, það er styttra síðan ég var í Breiðabliki og ég spilaði kannski stærra hlutverk þar og vann fleiri titla. En aftur á móti þá ólst ég upp í Val og spilaði mína fyrstu meistaraflokksleiki þar."

Vildi reyna fyrir sér í sterkari deild
Af hverju fannst þér rétti tíminn að fara út 2017?

„Ég ákvað að fara út til Noregs eftir tímabilið 2017, einfaldlega af því ég vildi reyna fyrir mér í sterkari deild, gegn fleiri sterkum liðum og heilt yfir betri leikmönnum. Mig langaði að bæta minn leik og hugsaði að þetta væri ákveðinn stökkpallur fyrir mig."

Spilaði leik með Gautaborg með slitið liðband
Gautaborg hefur verið eitt sterkasta lið Svíþjóðar undanfarin ár. Liðið lenti í fjárhagsörðugleikum og leikur nú undir merkjum BK Häcken. Svava fór á reynslu til Gautaborgar árið 2017. Varstu nálægt því að semja þar?

„Einni viku áður en ég fór út á reynslu spilaði ég leik með Breiðabliki og er tækluð snemma leik sem veldur því að ég slít liðband í ökkla. Ég hef samband við Gautaborg og tilkynni þeim að ég hafi orðið fyrir meiðslum án þess þó að vita alvarleika þeirra á þeim tíma."

„Þeir vildu þó mikið fá mig út. En það gerði ekkert gott fyrir mig þar sem ég gat ekkert æft en svo reyni ég að spila leik með þeim en er sárkvalin allan tímann. Þannig það gekk ekkert rosalega vel og skiljanlega voru þeir ekki að fara að semja við mig þar sem ég gat ekkert sýnt á þessari reynslu hjá þeim."


Hafði þjálfara sem hafði óbilandi trú á henni
Svava gekk í raðir Röa í Noregi fyrir tímabilið 2018. Hún var valin einn af þremur bestu leikmönnum deildarinnar og skoraði fjórtán mörk. Talað var um eldfjallakraft þegar skrifað var um hana. Var þetta draumatímabil?

„Já og nei, persónulega fannst mér ég alveg geta gert betur. Við enduðum fyrir miðju í deildinni þannig þetta var ekkert sérstaklega gott tímabil hjá okkur. En ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri þar sem ég hafði þjálfara sem hafði óbilandi trú á mér og hjálpaði það mér mjög mikið."

Leist vel á þjálfarateymið og stefnuna hjá Kristianstad
Eftir tímabilið 2018 gekk Svava í raðir sænska félagsins Kristianstad. Voru önnur lið sem komu til greina á þessum tíma? Hvað var það við Kristianstad sem heillaði frekar en annað?

„Já, það voru nokkur lið sem komu til greina. En mér leist mjög vel á stefnuna sem Kristianstad var að vinna að og uppbygginguna hjá þeim. Persónulega hugsaði ég að gæti bætt leik minn mikið hjá þeim, einnig leist mér mjög vel á þjálfarateymið og hópinn sem félagið var með."

Alveg gefins víti - Tók verkjalyf til að geta spilað
Tímabilið 2019 fór Kristianstad í bikarúrslit en tapaði þeim leik. Hvernig var sá leikur?

„Þetta var mjög svekkjandi, man ekki 100% eftir leiknum en minnir að hann hafi verið nokkuð jafn. Þær kannski sóttu aðeins meira undir lokin og fá svo víti í uppbótartíma, sem mér fannst vera alveg gefins."

Þrjú mörk í nítján leikjum, varstu sátt með eigin frammistöðu þetta tímabil?

„Nei þetta tímabil var alls ekki gott hjá mér, ég var í þrálátum meiðslum á ökkla var með mikið beinmar sem háði mér mikið þegar ég spilaði."

„Eftir á að hyggja hefði ég kannski ekki átt að spila alla þessa leiki, ég rétt svo komst í gegnum leikina með því að taka verkjalyf og gat svo ekki tekið þátt í flestum æfingum á milli leikja."


„Ef og hefði" þegar Meistaradeildarsætið náðist
Kristianstad endaði í 3. sæti deildarinnar í fyrra og náði í Meistaradeildarsæti. Svava skoraði fimm mörk í fjórtán leikjum. Var þetta gott tímabil?

„Persónulega byrjaði tímabilið vel, þetta hefði kannski verið gott tímabil hjá mér ef að ég hefði ekki meiðst, en "ef og hefði”."

Hvernig og hvenær meiddistu?

„Ég meiðist þegar við vorum með landsliðinu í september, það gerist á æfingu þegar við vorum rétt svo búnar að hita upp. Þá tek ég bara smá skref aftur og finn eins og einhver hafi verið fyrir aftan mig og sparkað í kálfann á mér. Ég lít til baka en sé engan og átta mig þá á því að þetta hafi ekki verið eðlilegt."

Var alltaf markmið að ná Meistaradeildarsæti frá fyrstu umferð eða kom það upp þegar sást hversu vel liðið var að spila?

„Við vorum með háleit markmið fyrir þetta tímabil og stefndum allar að því sama. Við gerðum vel með að komast í Meistaradeildina, en vorum samt sem áður svekktar að gera ekki betur sérstaklega þar sem við vorum mjög nálægt því og spiluðum alveg gríðarlega vel."

Hefði leiknum sem frestað var síðasta haust hjá Kristianstad verið frestað á Íslandi?

„Ég horfði á leikinn í sjónvarpinu þar sem að hann var eftir að ég meiðist. Það var greinilega enginn hiti undir vellinum og snjórinn settist vel á völlinn og þeir í Umeå lengi að bregðast við. Það gæti vel verið að honum hefði verið frestað á Íslandi, mér fannst þetta allavega mikil snjókoma að horfa á."

Klárt skref upp á við - Vilja minnka bilið í PSG og Lyon
Eins og kom fram strax í upphafi greinar þá gekk Svava í raðir Bordeaux í upphafi árs. Hún hafði úr öðrum möguleikum að velja, af hverju valdiru Bordeaux?

„Franska deildin er mjög sterk, mögulega sú sterkasta í Evrópu. Um leið og það kom áhugi frá Bordeaux þá leist mér mjög vel á það. Ég fór á fund með þjálfaranum og yfirmanni knattspyrnumála og við ræddum um liðið og hvernig hann væri að pæla í að nota mig, hver stefnan væri og svo umgjörðina. Það heillaði."

Finnuru strax að þetta er klárt skref upp á við frá Kristianstad varðandi gæði og umgjörð? Er deildin mun sterkari en sú sænska?

„Ég fann strax mikinn mun á æfingum, þó svo að ég sé ekki búin að spila mikið þá fann ég það greinilega að það er mikill munur á gæðum og styrkleika. Ég veit vel að þetta er klárlega skref upp á við varðandi gæði."

„Hvað varðar umgjörðina þá er allt til alls. Til að mynda hefur kvennaliðið fimm sjúkraþjálfara fyrir sig, tvo endurhæfingarþjálfara og fimm topp grasvelli svo eitthvað sé nefnt. Þetta allt mun vonandi hjálpa mér að verða betri leikmaður."


Er stefnan að minnka bilið milli Bordeaux og toppliðana, Lyon og PSG?

„Stefnan er að minnka bilið á milli okkar og PSG og Lyon. Martinez telur andlegan styrkleika spila stóran þátt í að komast nær þeim."

Þú missir af tækifærinu að spila í Meistaradeildinni með Kristianstad, er Bordeaux á leið í þá keppni?

„Markmiðið er klárlega að ná Meistaradeildarsæti, eins og staðan er núna erum við í 3. sæti, sem gefur einmitt meistaradeildarsæti. Þannig við verðum bara að halda þeirri vegferð áfram."

Var aldrei á leið til Vals í vetur
Undir lok síðasta árs heyrðust sögur að Svava væri á leið til Vals. Var eitthvað til í því, einhver varaáætlun?

„Það var aldrei planið að fara í Val í vetur. Ég heyrði ekki í Val fyrr en þetta var komið út um allt í fréttum. Ég hafði úr nægu að velja hér erlendis og engin varaáætlun að fara í Val."

Ætti að geta spilað eftir næsta leik
Hvernig er líkaminn núna, langt í að þú byrjir að spila aftur?

„Ég er núna byrjuð í fótbolta á fullu en þeir vilja ekki að ég spili leiki alveg strax. Ég fæ ekki að spila næsta leik sem er eftir tvær vikur en ætti að geta tekið þátt í næsta leik eftir það. Þeir vilja ekki taka neina sénsa svo þetta verði ekki þrálátara."

Svava ætti því að snúa til baka á völlinn gegn Montpellier þann 8. maí.

Andlegur styrkur mikilvægari
Í hverju hefur þú bætt þig frá því þú fórst út í atvinnumennsku?

„Persónulega finnst mér ég búin að bæta mig mikið eftir að ég fór í atvinnumennsku. Einna helst þá varnarlega, ég er einnig búin að bæta leikskilninginn og hef bætt bæði líkamlegan og andlegan styrk."

Hvað hefur komið þér met á óvart til þessa?

„Ekkert sérstakt sem hefur komið á óvart nema þá hvað andlegur styrkur er mikilvægur þegar gengið er í gegnum meiðsli og sérstaklega þegar þau eru svona þrálát."

Stórkostleg manneskja
Þú lékst með Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur hjá Kristianstad. Hvernig var hún sem liðsfélagi og hverjir eru hennar helstu kostir sem leikmaður?

„Þórdís er stórkostleg manneskja, það er aldrei leiðinlegur tími með henni, bara leiðinlegt að það var ekki lengri tími en sex mánuðir. Hún hefur hraða, er mjög ákveðinn leikmaður og getur örugglega leyst hvaða stöðu sem er á vellinum. Kannski fyrir utan markið, veit ekki mikið um hvernig markmaður hún væri."

Pílan og sólbaðið vandræðalega
Svava svaraði spurningunni, þar sem hún var beðin um sturlaða staðreynd um sig sjálfa, með þeim orðum að hún væri afbragðs pílukastari. Spurt var að þessu í hinni hliðinni. Hvað er að vera afbragðs pílukastari? Er farið í þrefaldan tuttugu eða gamla góða miðjan?

„Hef bara þann eiginleika að vera mjög góð í pílu. Alltaf þrefaldur tuttugu, það er eina vitið."

Varst þú jafn vandræðaleg og Sandra María Jessen eftir sólbaðið í U19 ferðinni?

„Haha, ég held að ég hafi aldrei séð Söndru Maríu svona vandræðalega, en jú þetta var vel vandræðalegt móment, en þegar maður kemur frá Íslandi þá verður maður að nýta allan þann tíma sem að maður fær með sólinni, sagði Svava Rós.

Síðar verða birt svör hennar við spurningum um landsliðið og Elísabetu Gunnarsdóttur svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
banner
banner
banner