Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 07. apríl 2025 21:58
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld
Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf vonbrigði að tapa. Það voru forsendur til að gera meira. Mér fannst við skapa okkur góð færi og mögulega áttum við að fá víti í fyrri hálfleik. Aðeins í seinni hálfleik þá féllum við of langt niður og náðum ekki að setja nógu góða pressu á þá en sýndum karakter, komum til baka og fengum einhver færi þarna til að jafna leikinn." sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

„Algjörlega. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við bara ekki með. Þeir komu grimmir út á heimavelli og við vorum bara ekki klárir og það var svona smá skrekkur í okkur, náðum ekkert að halda boltanum innan liðsins og þeir sóttu á okkur en svo náðum við að jafna okkur og eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá var þetta betra og betra."

Stjarnan komst yfir í leiknum með vægast sagt umdeildu marki þegar Benedikt Warén lyfti boltanum inn á teig FH eftir aukaspyrnu á hausinn á Örvari Eggertssyni sem skoraði. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins dæmdi ekkert en það var aðstoðardómari 1 sem flaggaði markið.

„Ég er ekki búin að sjá þetta. Línuvörðurinn var hundrað prósent öruggur á þessu. Ég haldi að það hafi verið mjög erfitt að sjá þetta, það var mjög þröngt þarna en vonandi var þetta réttur dómur."

Heimir var spurður út í marklínutæknina og hvort það hafi ekki verið gott að hafa hana í þessu atviki

„Það er engin spurning ég hef alltaf sagt það að marklínutæknin er það besta sem hefur komið fyrir fótboltann og það er bara algjör synd að það sé ekki komið hingað og ég vill fá VAR líka, ég ætlaði að segja það en marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað."

FH sýndi þó karakter og minnkuðu muninn á 90 mínútu og lyftu liðinu öllu fram en náðu ekki að jafna leikinn undir lokin.

„Við hentum öllu fram í lokinn og vonbrigði að við skyldum ekki eftir að við fengum á okkur fyrsta markið að þá greip um sig smá svekkelsi í liðinu mínu og menn voru að fara út úr skipulaginu og gera einhverja aðra hluti sem við ætluðum ekki að gera og um leið og við gerum það á móti góðu liði eins og Stjörnunni þá fengum við á okkur annað mark og það er náttúrulega bara miklu auðvelda að koma til baka í 1-0 heldur en 2-0 og ekki gott að fá á okkur strax annað markið eftir fyrsta markið."

Nánar var rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir