Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var svekktur eftir 2-2 jaftnefli gegn Fylki í kvöld. Valur komst tvisvar yfir í leiknum en í bæði skiptin náði Fylkir að jafna.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 2 Valur
„Ég er fúll. Við vorum í kjörstöðu í þessum leik," sagði Ólafur.
„Þegar við komumst nær markinu tókum við rangar ákvarðanir. Svo fáum við á okkur seinna markið sem er aulamark."
Valur hefur ekki unnið útileik í deildinni í eitt ár og 18 daga. Er þessi tölfræði eitthvað að trufla Val?
„Nei nei, einu mennirnir sem pæla í þessu eruð þið," segir Ólafur sem veit ekki ástæðuna fyrir því hve illa gengur að landa sigrum á útivöllum.
„Nei í sjálfu sér höfum við enga skýringu á því."
Haukur Páll Sigurðsson var á bekknum hjá Val í kvöld og segir Ólafur að hann sé tæpur fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















