Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. september 2019 15:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Englands og Búlgaríu: Rice og Barkley byrja
Mynd: Getty Images
England getur haldið fullkominni byrjun sinni á undankeppni EM 2020 áfram með sigri gegn Búlgaríu í dag.

England er með sex stig eftir tvær umferðir og getur hirt toppsætið af Kosóvó með sigri. Búlgaría er í botnsæti riðilsins með tvö stig eftir fjóra leiki.

Ross Barkley, Declan Rice og Jordan Henderson byrja á þriggja manna miðju Englendinga og er sóknarlínan afar spennandi. Jadon Sancho, Mason Mount og James Maddison eru meðal leikmanna sem byrja á bekknum.

Það komast tvö lið upp úr riðlinum og á lokamótið og þarf ansi mikið að fara úrskeiðis til að Englendingar missi af toppsætunum.

England: Pickford, Trippier, Keane, Maguire, Rose, Barkley, Rice, Henderson, Sterling, Kane, Rashford
Varamenn: Heaton, Pope, Trent, Chilwell, Gomez, Mings, Winks, Maddison, Mount, Oxlade-Chamberlain, Sancho, Wilson.

Búlgaría: I.Ivanov, S.Popov, Bodurov, Bozhikov, Nedyalkov, Sarmov, G.Ivanov, I.Popov, Malinov, Wanderson, Marcelinho
Varamenn: Despotov, K. Dimitrov, N. Dimitrov, Goranov, H. Ivanov, Kraev, Lukov, Milanov, Mladenov, Pashov, Slavchev, Terziev.
Athugasemdir
banner
banner
banner