mið 07. október 2020 15:36
Magnús Már Einarsson
Leikjum kvöldsins á Íslandi frestað
Fylkir átti að mæta KR í kvöld.
Fylkir átti að mæta KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Búið er að fresta tveimur meistaraflokksleikjum sem áttu að fara fram á Íslandi í kvöld. Þetta má sjá á vef KSÍ.

Fylkir og KR áttu að mætast í frestuðum leik í Pepsi Max-deild kvenna og í 2. deild kvenna áttu ÍR og Álftanes að mætast.

Í reglugerð sem birt var í gærkvöldi er íþróttastarf utandyra heimilað.

Almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar eins og kom fram í dag.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að leikjunum sé frestað vegna þess að skilaboð hafi verið óljós frá yfirvöldum. Því hafi verið ákveðið að fresta þessum leikjum. KSÍ vonist síðan eftir að fá nánari upplýsingar um hvað má og hvað má ekki.

„KSÍ mun taka frekari ákvarðanir um framhald mótahalds um leið og skýrari leiðbeiningar berast frá yfirvöldum," segir á heimasíðu KSÍ.

Sjá einnig:
Fótboltinn verður óvænt leyfður áfram og 20 áhorfendur í hólfi
Almannavarnir mælast enn til þess að fótboltanum verði frestað
Athugasemdir
banner
banner
banner