Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fim 07. nóvember 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Þetta barnslega í mér segir að Andorra geti strítt Tyrkjum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, en Ísland er á leið í sína síðustu leiki í undankeppni EM 2020.

Freyr og Erik Hamren tilkynntu í dag hóp Ísland fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu. Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

„Við ætlum að gera allt sem við getum til að koma okkur í þá stöðu að treysta á Andorra - og okkur sjálfa gegn Moldóvu. Það er eitthvað í mér, þetta barnslega, sem segir að Andorra geti strítt Tyrkjum í Píreneafjöllunum."

„Það er erfitt að spila þarna (í Andorra). Þetta er skrítinn völlur og skrítinn umgjörð. Ég held að það geti allt gerst í fótbolta, ég trúi því ennþá."

„Við þurfum bara að tryggja það að við fáum þann leik gegn (Moldóvu) með eitthvað mikið undir."

Tyrkneska liðið hefur verið á góðri leið að undanförnu.

„Þeir eiga allt hrós skilið fyrir frábæra vinnu síðustu árin, þetta var þróunarferli og þeir lentu í alls konar árekstrum. Síðasta eina og hálfa árið hefur þetta verið á frábærri leið. Þeir fá ekki á sig mark úr opnum leik sem er mjög aðdáunarvert. Þeir eru miklu meiri liðsheild en áður."

„En eina liðið sem getur unnið þá er Ísland og við ætlum að halda því áfram."

Viðtalið við Freysa er hér að ofan, en viðtal við Erik Hamren má sjá hér að neðan.
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Athugasemdir
banner