Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 07. nóvember 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Þetta barnslega í mér segir að Andorra geti strítt Tyrkjum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, en Ísland er á leið í sína síðustu leiki í undankeppni EM 2020.

Freyr og Erik Hamren tilkynntu í dag hóp Ísland fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu. Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

„Við ætlum að gera allt sem við getum til að koma okkur í þá stöðu að treysta á Andorra - og okkur sjálfa gegn Moldóvu. Það er eitthvað í mér, þetta barnslega, sem segir að Andorra geti strítt Tyrkjum í Píreneafjöllunum."

„Það er erfitt að spila þarna (í Andorra). Þetta er skrítinn völlur og skrítinn umgjörð. Ég held að það geti allt gerst í fótbolta, ég trúi því ennþá."

„Við þurfum bara að tryggja það að við fáum þann leik gegn (Moldóvu) með eitthvað mikið undir."

Tyrkneska liðið hefur verið á góðri leið að undanförnu.

„Þeir eiga allt hrós skilið fyrir frábæra vinnu síðustu árin, þetta var þróunarferli og þeir lentu í alls konar árekstrum. Síðasta eina og hálfa árið hefur þetta verið á frábærri leið. Þeir fá ekki á sig mark úr opnum leik sem er mjög aðdáunarvert. Þeir eru miklu meiri liðsheild en áður."

„En eina liðið sem getur unnið þá er Ísland og við ætlum að halda því áfram."

Viðtalið við Freysa er hér að ofan, en viðtal við Erik Hamren má sjá hér að neðan.
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Athugasemdir
banner
banner