Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 07. nóvember 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Þetta barnslega í mér segir að Andorra geti strítt Tyrkjum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, en Ísland er á leið í sína síðustu leiki í undankeppni EM 2020.

Freyr og Erik Hamren tilkynntu í dag hóp Ísland fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu. Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

„Við ætlum að gera allt sem við getum til að koma okkur í þá stöðu að treysta á Andorra - og okkur sjálfa gegn Moldóvu. Það er eitthvað í mér, þetta barnslega, sem segir að Andorra geti strítt Tyrkjum í Píreneafjöllunum."

„Það er erfitt að spila þarna (í Andorra). Þetta er skrítinn völlur og skrítinn umgjörð. Ég held að það geti allt gerst í fótbolta, ég trúi því ennþá."

„Við þurfum bara að tryggja það að við fáum þann leik gegn (Moldóvu) með eitthvað mikið undir."

Tyrkneska liðið hefur verið á góðri leið að undanförnu.

„Þeir eiga allt hrós skilið fyrir frábæra vinnu síðustu árin, þetta var þróunarferli og þeir lentu í alls konar árekstrum. Síðasta eina og hálfa árið hefur þetta verið á frábærri leið. Þeir fá ekki á sig mark úr opnum leik sem er mjög aðdáunarvert. Þeir eru miklu meiri liðsheild en áður."

„En eina liðið sem getur unnið þá er Ísland og við ætlum að halda því áfram."

Viðtalið við Freysa er hér að ofan, en viðtal við Erik Hamren má sjá hér að neðan.
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Athugasemdir
banner