Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fim 07. nóvember 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Þetta barnslega í mér segir að Andorra geti strítt Tyrkjum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, en Ísland er á leið í sína síðustu leiki í undankeppni EM 2020.

Freyr og Erik Hamren tilkynntu í dag hóp Ísland fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu. Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

„Við ætlum að gera allt sem við getum til að koma okkur í þá stöðu að treysta á Andorra - og okkur sjálfa gegn Moldóvu. Það er eitthvað í mér, þetta barnslega, sem segir að Andorra geti strítt Tyrkjum í Píreneafjöllunum."

„Það er erfitt að spila þarna (í Andorra). Þetta er skrítinn völlur og skrítinn umgjörð. Ég held að það geti allt gerst í fótbolta, ég trúi því ennþá."

„Við þurfum bara að tryggja það að við fáum þann leik gegn (Moldóvu) með eitthvað mikið undir."

Tyrkneska liðið hefur verið á góðri leið að undanförnu.

„Þeir eiga allt hrós skilið fyrir frábæra vinnu síðustu árin, þetta var þróunarferli og þeir lentu í alls konar árekstrum. Síðasta eina og hálfa árið hefur þetta verið á frábærri leið. Þeir fá ekki á sig mark úr opnum leik sem er mjög aðdáunarvert. Þeir eru miklu meiri liðsheild en áður."

„En eina liðið sem getur unnið þá er Ísland og við ætlum að halda því áfram."

Viðtalið við Freysa er hér að ofan, en viðtal við Erik Hamren má sjá hér að neðan.
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Athugasemdir
banner
banner