29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 07. nóvember 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Þetta barnslega í mér segir að Andorra geti strítt Tyrkjum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, en Ísland er á leið í sína síðustu leiki í undankeppni EM 2020.

Freyr og Erik Hamren tilkynntu í dag hóp Ísland fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu. Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

„Við ætlum að gera allt sem við getum til að koma okkur í þá stöðu að treysta á Andorra - og okkur sjálfa gegn Moldóvu. Það er eitthvað í mér, þetta barnslega, sem segir að Andorra geti strítt Tyrkjum í Píreneafjöllunum."

„Það er erfitt að spila þarna (í Andorra). Þetta er skrítinn völlur og skrítinn umgjörð. Ég held að það geti allt gerst í fótbolta, ég trúi því ennþá."

„Við þurfum bara að tryggja það að við fáum þann leik gegn (Moldóvu) með eitthvað mikið undir."

Tyrkneska liðið hefur verið á góðri leið að undanförnu.

„Þeir eiga allt hrós skilið fyrir frábæra vinnu síðustu árin, þetta var þróunarferli og þeir lentu í alls konar árekstrum. Síðasta eina og hálfa árið hefur þetta verið á frábærri leið. Þeir fá ekki á sig mark úr opnum leik sem er mjög aðdáunarvert. Þeir eru miklu meiri liðsheild en áður."

„En eina liðið sem getur unnið þá er Ísland og við ætlum að halda því áfram."

Viðtalið við Freysa er hér að ofan, en viðtal við Erik Hamren má sjá hér að neðan.
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Athugasemdir
banner
banner