Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 08. mars 2021 20:55
Victor Pálsson
Tuchel setti met í ensku úrvalsdeildinni
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, setti met í kvöld er hans menn unnu Everton með tveimur mörkum gegn engu.

Chelsea hefur spilað glimrandi vel eftir komu Tuchel og var ekki í miklum vandræðum með Everton.

Tuchel hefur stýrt Chelsea í 11 leikjum síðan hann tók við af Frank Lampard í janúar.

Þjóðverjinn varð í kvöld fyrsti stjóri sögunnar til að halda hreinu í fyrstu fimm heimaleikjum sínum við stjórnvölin.

Chelsea hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum 11 leikjum undir stjórn Tuchel, gegn Sheffield United og Southampton.


Athugasemdir
banner
banner