Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 11:26
Brynjar Ingi Erluson
Ítölsku meistararnir kaupa leikmann frá fallbaráttuliði Verona (Staðfest)
Mynd: Napoli
Napoli hefur fest kaup á brasilíska leikmanninum Giovane Santana dos Nascimento frá fallbaráttuliði Hellas Verona.

Þessi 22 ára gamli brasilíski framherji hefur skorað þrjú mörk og gefið fjórar stoðsendingar frá því hann kom til Verona frá Corinthians síðasta sumar.

Framherjinn á þá 19 leiki að baki með U20 ára landsliði Brasilíu ásamt því að eiga fjóra leiki með U23 ára liðinu.

Napoli staðfesti komu hans til félagsins í dag en ítalskir miðlar greina frá því að kaupverðið nemi um 20 milljónum evra.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
6 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
12 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
13 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
14 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
15 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner