Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe skoraði úr Panenka-spyrnu - „Þetta var fyrir Brahim“
Mbappe skoraði úr Panenka-vítaspyrnu
Mbappe skoraði úr Panenka-vítaspyrnu
Mynd: EPA
Markamaskínan Kylian Mbappe gerði bæði mörk Real Madrid í 2-0 sigrinum á Villarreal í La Liga í gær en seinna markið tileinkaði hann liðsfélaga sínum, Brahim Diaz.

Ekki er liðin vika síðan Brahim klúðraði mikilvægustu vítaspyrnu ferils síns.

Hann var lykilmaður í landsliði Marokkó sem fór alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar en seint í uppbótartíma fengu Marokkó-menn tækifæri til þess að verða Afríkumeistari er vítaspyrna var dæmd.

Brahim reyndi Panenka-vítaspyrnu eða með því að vippa á markið, en sú spyrna misheppnaðist svakalega og var Edouard Mendy ekki í neinum vandræðum með að grípa spyrnuna. Senegalar skoruðu síðan sigurmarkið í framlengingunni og unnu mótið í annað sinn í sögunni.

Madrídingurinn var niðurlútur eftir þetta hrikalega klúður en Mbappe vildi sýna honum stuðning í leiknum gegn Villarreal í gær.

Í uppbótartíma síðari hálfleiks fengu Madrídingar vítaspyrnu og var það Mbappe sem fór á punktinn. Hann tók Panenka-spyrnu og skoraði örugglega, en markið tileinkaði hann Brahim.

„Panenka-vítaspyrnan var fyrir Brahim Diaz,“ sagði Mbappe í viðtali eftir leikinn gegn Villarreal.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 21 16 3 2 45 17 +28 51
2 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
3 Atletico Madrid 21 12 6 3 35 17 +18 42
4 Villarreal 20 13 2 5 37 21 +16 41
5 Espanyol 21 10 4 7 25 25 0 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Osasuna 21 7 4 10 24 25 -1 25
9 Elche 21 5 9 7 29 29 0 24
10 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
11 Sevilla 21 7 3 11 28 33 -5 24
12 Athletic 21 7 3 11 20 30 -10 24
13 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
14 Valencia 21 5 8 8 22 33 -11 23
15 Mallorca 21 5 7 9 24 30 -6 22
16 Vallecano 21 5 7 9 17 28 -11 22
17 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 20 4 5 11 24 34 -10 17
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner
banner
banner