Gervigreindin er komin til að vera og getur reynst hjálpleg við hinum ýmsu vandamálum en það hefur þó komið á daginn að það sé ekki hægt að treysta henni til þess sjá alfarið um það að þjálfa fótboltalið en þetta segir Andrei Orlov, fyrrum framkvæmdastjóri rússneska félagsins Sochi.
Sochi réði spænska þjálfarann Robert Moreno sem var áður þjálfari spænska landsliðsins, Granada og Mónakó.
Moreno tók við Sochi árið 2023 og varð hann heltekinn af gervigreindarforritinu Chat GPT.
Hann notaði gervigreindina til þess að undirbúa lið sitt, ferðalög og jafnvel til þess að finna leikmenn til þess að kaupa inn í félagið, en það kom síðar í ljós að það reyndist stór mistök.
Orlov sagði Chat GPT vera hentugt forrit, en að Moreno hafi reitt sig mikið á það, eiginlega einum of mikið. Hann hafi í raun látið forritið sjá alfarið um allan undirbúning.
Sem dæmi hafi Moreno undirbúið langt ferðalag til Khabarovsk, sem er eitt lengsta ferðalag liðsins í deildinni, í gegnum forritið sem hafði skipulagt það þannig að leikmenn hefðu verið án svefns í 28 tíma. Komust þeir að mistökum þar, en leikmenn fylgdu samt áætlun Chat GPT.
Í kjölfarið hafði félagið verulegar áhyggjur af notkun Moreno á forritinu. Úrslitin voru ekki að skila sér og þá var Chat GPT einnig notað til að finna nýjan framherja.
Valið stóð á milli þriggja framherja og á endanum var ákveðið að fá Artur Shushenachev, sem Chat GPT, sagði besta kostinn í stöðunni.
Hann spilaði 13 leiki og kom að fjórum mörkum á tíma sínum hjá félaginu.
Sochi sýndi því mikinn stuðning að Moreno myndi nota Chat GPT sem stuðningstól en lýstu yfir áhyggjum yfir þvi hversu veigamikið hlutverk það spilaði inn í ákvörðunum Moreno.
Moreno var látinn fara frá félaginu í september af ýmsum ástæðum en notkun hans á forritinu spilaði stóra rullu og hefur þetta komið umræðum af stað hversu stórt hlutverk gervigreindin á að spila þegar það kemur að atvinnumannafótbolta, hversu mikið það á að nota tólið og hvort það eigi að hafa áhrif ákvarðanir þjálfarateymisins.
Á tíma Moreno féll hann niður með liðið í B-deildina og kom því strax aftur upp í efstu deild en var rekinn eftir að hafa aðeins náð í eitt stig úr fyrstu sjö leikjunum sem nýliði í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir



