Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. apríl 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava alltaf númer 2 út af Sif - „Má segja að hún sé goðsögn"
Þær Sif og Svava Rós
Þær Sif og Svava Rós
Mynd: Aðsend
Voru samherjar hjá Kristianstad 2019 og 2020
Voru samherjar hjá Kristianstad 2019 og 2020
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir er leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, hún hefur leikið erlendis frá árinu 2010 og verið hjá Kristianstad síðan 2011. Sif er varnarmaður og verður 36 ára í sumar.

Svava Rós Guðmundsdóttir var liðsfélagi Sifjar tímabilin 2019 og 2020. Sif lék ekki á síðustu leiktíð þar sem hún var ólétt og er núna að snúa aftur á völlinn.

Svava var til viðtals á þriðjudag og var hún spurð út í sinn fyrrum liðsfélaga.

Viðtalið+Elísabet+Landsliðið:
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val"
Svava Rós: Veit fyrir víst að hún gerði mig að betri leikmanni
„Aldrei verið jafn svekkt að hafa ekki verið valin"

Hafði áhrif það sem hún hafði að segja
Má segja að Sif sé goðsögn hjá Kristianstad?

„Sif er búin að vera í Kristianstad í þó nokkurn tíma og er orðin vel þekkt í bænum þannig það má vel segja að hún sé goðsögn þar," sagði Svava Rós.

Hvernig er hún sem liðsfélagi?

„Sif er gríðalegur leiðtogi, er mjög dugleg að leiðbeina og hjálpa með það sem mætti kannski fara betur eða hrósa fyrir það sem er vel gert."

Var hún stór ástæða fyrir því að þú fórst til Kristianstad eftir tímabilið 2018?

„Ég talaði vel við hana og Bjössa áður en ég tók þá akvörðun um að skrifa undir hjá Kristianstad. Ég myndi kannski ekki segja að hún hefði verið aðalástæðan en það spilaði alveg inn í það að hún væri þar og það sem hún hafði að segja um liðið."

Alltaf verið í treyju númer 2 síðan

Svava var spurð hvort það væri einhver skemmtileg saga sem hún gæti sagt af sér og Sif. Svava sagði frá einni góðri. Sif lék með Val á árunum 2007-2009 og var Svava þá að spila með yngri flokkum félagsins.

„Þegar ég var kannski ellefu ára þá er Sif að spila með Val, mig minnir að það hafi verið eftir tímabilið. Þá kom Sif til mín og gaf mér Valstreyjuna sem hún spilaði í. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn ánægð með neina gjöf. Alla yngri flokkana spilaði ég í þessari treyju og eftir það hef ég alltaf verið númer 2," sagði Svava Rós sem leikur í treyju númer tvö hjá Bordeaux.

Viðtalið+Elísabet+Landsliðið:
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val"
Svava Rós: Veit fyrir víst að hún gerði mig að betri leikmanni
„Aldrei verið jafn svekkt að hafa ekki verið valin"


í landsliðsverkefni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner