
Nenad Zivanovic Mætti í viðtal eftir 1 - 4 tap Ægis gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni
Lestu um leikinn: Ægir 1 - 4 Afturelding
Gefur dómurum leiksins lof í lófa
“fyrst af öllu vill ég hrósa dómarateymi dagsins, þeir áttu stórkostlegann leik, ég get ekki munað eftir seinasta skipti sem ég hef séð dómara dæma svona vel eins og í dag. Erfiður leikur fyrir þá, margar aukaspyrnur og rangstöður í dag og þeir náðu öllu mjög vel, ég væri til í fleiri svona dómara“
Um leikinn
“Fyrirspurnarlaust eru Afturelding besta liðið í deildinni, stöðutaflan segir það, spilamennskan þeirra og meira. Við náðum að halda vel í þá í fyrri hálfleik, en náðum ekki sama skriði í seinni hálfleik, en eins og tölfræðin hjá þeim segir að í 8 af 10 leikjum hafa þeir annaðhvort verið að vinna eða jafnir í hálfleik. Í stuttu máli var fyrri hálfleikur mjög góður en við vorum slakari í seinni hálfleik, liðsgæðin hjá Aftureldingu sýndu sig í seinni hálfleik“
Eru rangstöðurnar eitthvað atriði sem þið ætlið að reyna vinna í fyrir næstu leiki?
“það er erfitt að reyna vinna í mörgum atriðum á stuttum tíma, en við þurfum að bæta fókusinn hjá okkur og læra að lesa betur í leikinn, en það er ekki eitthvað sem hægt er að læra á stuttum tíma“

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |