Það hefur verið talsverð umræða um það á samfélagsmiðlum og í hlaðvörpum um hvers vegna leikur Breiðabliks og ÍBV hafi ekki farið fram á sama tíma og leikir FH og Fram og KA og Vestra. Þeir leikir voru spilaðir klukkan 14:00 í gær.
22. umferðin í Bestu deildinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 18:00. Hinn leikurinn er botnslagur ÍA og Aftureldingar sem hefst klukkan 16:45.
ÍBV var í þeirri stöðu fyrir leiki gærdagsins að jafntefli hefði mögulega getað dugað liðinu til þess að enda í efri helmingi Bestu deildarinnar. Þar sem Fram náði að jafna í uppbótartíma gegn FH er ljóst að ÍBV verður að vinna gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli til þess að komast í efri hlutann. Sigur myndi koma ÍBV upp í 5. sæti deildarinnar. Ef Breiðablik vinnur verður ÍBV áfram í 8. sæti en endi leikurinn með jafntefli fer liðið upp fyrir KA í 7. sætið. Breiðablik verður í 4. sætinu þegar deildinni verður skipt í tvennt sama hvernig leikurinn fer.
Fótbolti.net spurði mótastjóra KSÍ, Birki Sveinsson, út í leikjaniðurröðunina. Hvers vegna er þessi leikur ekki spilaður á sama tíma og hinir leikirnir?
22. umferðin í Bestu deildinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 18:00. Hinn leikurinn er botnslagur ÍA og Aftureldingar sem hefst klukkan 16:45.
ÍBV var í þeirri stöðu fyrir leiki gærdagsins að jafntefli hefði mögulega getað dugað liðinu til þess að enda í efri helmingi Bestu deildarinnar. Þar sem Fram náði að jafna í uppbótartíma gegn FH er ljóst að ÍBV verður að vinna gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli til þess að komast í efri hlutann. Sigur myndi koma ÍBV upp í 5. sæti deildarinnar. Ef Breiðablik vinnur verður ÍBV áfram í 8. sæti en endi leikurinn með jafntefli fer liðið upp fyrir KA í 7. sætið. Breiðablik verður í 4. sætinu þegar deildinni verður skipt í tvennt sama hvernig leikurinn fer.
Fótbolti.net spurði mótastjóra KSÍ, Birki Sveinsson, út í leikjaniðurröðunina. Hvers vegna er þessi leikur ekki spilaður á sama tíma og hinir leikirnir?
„Það er út af því að við þurftum að færa leik ÍA og Breiðabliks, þau spiluðu á fimmtudaginn. Þá hefði þau bara fengið tvo daga á milli leikja, mönnum fannst sjálfsagt að breyta því í þrjá daga," segir Birkir.
Það hefur þá ekki komið nein athugasemd frá liðunum sem spiluðu í gær?
„Það kom engin athugasemd frá félögunum, enda voru fleiri félög með óskir um tilfærslu á leikjum, þess vegna fóru þeir ekki allir fram á sama tíma í gær. Svo var það líka þannig að það hentaði sjónvarpinu ágætlega að vera ekki með alla sex leikina á sama degi," segir Birkir.
Og nú tekur einmitt við bið fyrir Fram fram yfir leik Breiðabliks og ÍBV á morgun. https://t.co/9wrx4VtzLb
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) September 14, 2025
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 21 | 9 | 6 | 6 | 36 - 34 | +2 | 33 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
8. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 21 | 6 | 1 | 14 | 23 - 42 | -19 | 19 |
Athugasemdir