Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír Þróttarar og tveir HK-ingar í bann - Þrír á hættusvæði
Lengjudeildin
Kári Kristjánsson er lykilmaður hjá Þrótti.
Kári Kristjánsson er lykilmaður hjá Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oumar Diouck er með sex gul spjöld.
Oumar Diouck er með sex gul spjöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík og Keflavík mætast annars vegar og Þróttur og HK hins vegar í umspili um eitt sæti í Bestu deildinni tímabilið 2026. Það er spilað heima og að heiman í undanúrslitum og sigurliðin úr þeim einvígum mætast á Laugardalsvelli annan laugardag í úrslitaleik.

Fimm leikmenn verða í banni í fyrri undanúrslitaleikjunum; tveir HK-ingar og þrír Þróttarar.

Þeir Njörður Þórhallsson (4 gul), Kári Kristjánsson (4) og Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (4) verða í banni hjá Þrótti og þeir Atli Arnarson (rautt) og Brynjar Snær Pálsson (7) hjá HK.

Í undanúrslitunum er það svo þannig að þeir leikmenn sem koma inn í undanúrslitin á þremur gulum spjöldum eða færri fá eitt gult spjald dregið frá spjaldafjölda sínum á tímabilinu. Þannig ef leikmaður er með þrjú gul spjöld eftir 22 leiki þyrfti leikmaðurinn að fá gult spjald í báðum undanúrslitaleikjunum til að missa af úrslitaleiknum vegna leikbanns. Leikmaður á sex gulum spjöldum eftir 22 leiki er áfram einu gulu spjaldi frá leikbanni.

Þar sem aga- og úrskurðarnefnd hittist ekki á milli undanúrslitaleikjanna þá gæti leikmaður fengið sitt sjöunda gula spjald á tímabilinu í fyrri undanúrslitaleiknum, spilað seinni undanúrslitaleikinn en misst af úrslitaleiknum vegna sjöunda gula spjaldsins.

Þrír leikmenn eru því á hættusvæði komandi inn í undanúrslitn, eru með sex gul spjöld. Það eru þeir Dagur Ingi Axelsson (HK), Viktor Steinarsson (Þróttur) og Oumar Diouck (Njarðvík). Aðrir leikmenn, þeir sem eru með þrjú eða fimm gul komandi inn í undanúrslitin, þurfa að fá tvö gul spjöld í undanúrslitunum, eða rautt, til þess að fara í leikbann.

Lengjudeildarumspilið
miðvikudagur 17. september
16:45 Keflavík-Njarðvík (HS Orku völlurinn)
19:15 HK-Þróttur R. (Kórinn)

sunnudagur 21. september
14:00 Njarðvík-Keflavík (JBÓ völlurinn)
14:00 Þróttur R.-HK (AVIS völlurinn)

laugardagur 27. september
16:00 Úrslitaleikur- (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir