Pétur Bjarnason leikmaður Fylkis kom inná í hálfleik í leik kvöldsins þegar Fylkir heimsótti Framara í Úlfarsárdal. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Fram en eftir innkomu Péturs breyttist leikur Fylkismanna töluvert og voru þeir með yfirhöndina í seinni hálfleik og Pétur skoraði markið sem skilaði þeim 1-1 jafntefli.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 1 Fylkir
„Mér fannst við bara ekkert sérstakir í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleiks. Við vorum klaufar á boltan og við vorum ekki alveg svona líkir sjálfum okkur hvað það varðar. Svo náðum við að jafna metin og komum aðeins til baka þannig að það var svona smá karakter í okkur."
Eins og Pétur segir þá voru þeir betri í seinni hálfleik en hver voru skilaboðin frá þjálfaranum?
„Við bara stigum aðeins upp og prófum að setja nokkra langa bolta á þá féllu þeir niður og svo kom Doddi inn á seinna og þá vorum við eiginlega bara búnir að ýta þeim frekar neðarlega og mér fannst við stjórna þessu bara síðustu mínúturnar."
Pétur hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu hjá Fylki en hann átti góðan leik í dag og gerir mögulega tilkall í fleiri mínútur í framhaldinu.
„Við erum bara með fullt af góðum leikmönnum og allir vilja spila, ég líka."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.