
Þórður Þórðarson hefur sagt upp störfum hjá KSÍ en hann hefur undanfarið þjálfað U19 landslið kvenna.
Fram kemur á vef KSÍ að Þórður láti af störfum af eigin ósk.
Fram kemur á vef KSÍ að Þórður láti af störfum af eigin ósk.
Nýverið hættu Ásmundur Haraldsson og Ólafur Pétursson í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna og nú þarf einnig að finna nýjan þjálfara fyrir U19 landslið kvenna.
Þórður á langan þjálfaraferil að baki hjá yngri landsliðum Íslands. Hann var fyrst ráðinn þjálfari U19 kvenna árið 2014 og þjálfaði hann liðið til ársins 2021 ásamt því að vera aðstoðarþjálfari U16 og U17 kvenna. Árið 2023 var Þórður aftur ráðinn til KSÍ, þá sem þjálfari U16, U17 og U23 liða kvenna. Árið 2024 tók Þórður við sem þjálfari U19 liðs kvenna.
„KSÍ þakkar Þórði fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og óskar honum velfarnaðar í nýjum verkefnum," segir í tilkynningu KSÍ en leit er hafin að nýjum þjálfara.
Athugasemdir