Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 08. október 2018 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Rúnar Már: Værum á vitlausum stað ef við værum hræddir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er mætt til Frakklands þar sem það mætir franska landsliðinu í æfingaleik á fimmtudagskvöldið. Elvar Geir, fréttamaður Fótbolti.net er mættur með liðinu til Frakklands og mun fylgja því eftir í þessu verkefni. Elvar náði tali af Rúnari Má í kvöld.

„Við tókum létta æfingu áðan þar sem að margir voru að spila í gær, þar á meðal ég. Síðan erum við búnir að taka tvo fundi en þeir verða sennilega eitthvað fleiri á næstu dögum, það fylgir þessu."

Þrátt fyrir stór töp gegn Belgum og Sviss í síðustu leikjum segir Rúnar að stemningin í hópnum sé góð.

„Þetta er bara létt og skemmtilegt. Það er bara gaman að hitta strákana eins og alltaf. Það er alltaf gott að komast aðeins útúr sínu umhverfi sem maður er í með sínu félagsliði. Það er bara létt yfir strákunum og við erum bjartsýnir"

Rúnar segir að engin hræðsla sé í hópnum við það að mæta heimsmeisturunum.

„Ef við værum hræddir við Frakka þá værum við á vitlausum stað. Það vilja allir spila á móti bestu leikmönnum í heimi og draumurinn er að máta sig við þá. Við erum spenntir og ætlum að byggja ofaná góðu hlutina sem við gerðum á móti Belgíu."

Rúnar leikur með Grassophers í Sviss en hans lið situr í neðri hluta töflunnar hann talar um að staðan sé fljót að breytast.

„Ég er ekkert mikið að líta á töfluna. Þetta eru tíu lið en bilið frá neðsta uppí efsta eru ekki nema 6-7 stig þannig ef þú vinnur tvo þá ertu kominn í Evrópusæti en ef þú tapar þá ertu kominn í fallsæti. Þetta snýst um að tengja saman nokkra sigurleiki sem að okkur hefur ekki tekist að gera."

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner