Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 08. desember 2023 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Lindelöf ekki með á morgun - Rashford að glíma við veikindi
Mynd: Getty Images
Sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf verður ekki með Manchester United gegn Bournemouth á Old Trafford á morgun, en hann er að glíma við smávægileg meiðsli.

Lindelöf fór af velli í hálfleik í 2-1 sigrinum á Chelsea í miðri viku og kom Sergio Reguilon inn í hans stað.

Svíinn verður ekki klár í slaginn gegn Bournemouth á morgun, en góðu fréttirnar fyrir United eru þær að Raphael Varane hefur náð sér af bakmeiðslum og verður hann því í hópnum. Jonny Evans er einnig klár.

Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford var ekki á æfingu liðsins í dag, en hann er að glíma við veikindi. Hann gæti því misst af leiknum.

Rashford var settur á bekkinn gegn Chelsea eftir slaka frammistöðu gegn Newcastle um síðustu helgi. Englendingurinn hefur aðeins skorað tvö mörk í tólf deildarleikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner